Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 29
2/91 ÆGIR 81 l'f hrærist í þessum helmingi föðurlandsins og hvílík auðæfi hann hefur að geyma önnur en •skinn. Og þeir munu líka fremur áir, sem vita gjörla skil á fisk- lnun"i, lifnaðarháttum hans og eðli. Fyrir þá, sem vilja kynna sér Pessa hluti hlýtur þessi bók að ^era hin mesta fróðleiksnáma og Pá ekki síður fyrir hina, sem vilja ræðast um þær rannsóknir sem stundaðar eru í hafinu umhverfis Jsland og sögu þeirra. Flest eyrum við oft á ári hverju, stundum oft á dag, fréttir og til- kynningar frá Hafrannsókna- stofnun og tíðum deila menn hart um skýrslur og álitsgerðir starfs- manna stofnunarinnar. Fáir munu ins vegar hafa gert sér grein fyrir PV| hve mikið starf er unnið á stofnuninni, hvernig það fer fram e a hve gífurleg vinna liggur oft a baki einni stuttri skýrslu. Um f 1 þetta geta menn fræðst af Þessu ágæta riti. Sjálfan brestur mig þekkingu til a dæma um einstaka þætti og smáatriði í frásögnum Jóns af fiski- °8 dýrafræðilegum rannsóknum, en þar hefur honum tekist að °ma flóknu efni til skila á einkar 8reinargóðan hátt. Við umfjöllun 1ans um þau efni, sem fremur mega kallast söguleg, hef ég hins Vegar örfáar athugasemdir. Þar er Leiðrétting Sú villa slæddist inn í efnisyfirlit asta tbl. Ægis að nafn annars v°'r,dar 8reinarinnar um hafís 'o Is'and var rangt. Það á að vera lr|kur Sigurðsson en ekki Einar 'gurðsson. Er höfundur beðinn velvirðingar á þessu. þá fyrst til að taka að á bls. 31, þar sem segir frá komu bresku skóla- flotadeildarinnar til íslands sumarið 1896, segir: „Hér vildi breska heimsveldið sýna vald sitt á áþreifanlegan hátt, og virtist til- gangur heimsóknarinnar m.a. sá að hindra framkvæmd íslenskra laga um fiskveiðar, eins og greini- lega kom á daginn." Því er ekki að neita að þessi skoðun á heimsókn bresku flotadeildarinnar hefur lengi verið viðtekin hér á landi og sjálfur féllst ég á hana að mestu leyti þar til fyrir 4-5 árum síðan. Mér þykir líklegt að nafni minn hafi leitað heimilda um atburði sumarsins 1896 í riti Björns heitins Þorsteinssonar, Tíu þorskastríð (1976), en Björn hélt þessari skoðun stíft fram og var reyndar miklu eindregnari og harðorðari um þessi mál en Jón. En eins og undirritaður sýndi fram á í grein í Skírni (haustið 1987), fær þessi skoðun ekki staðist. Bretar sendu ekki flotadeildina hingað til að „sýna vald sitt", enda hefðu þeir trauðla valið skólaflotadeild, eða æfingadeild til þeirra hluta. Heim- sóknin var runnin undan rifjum dönsku stjórnarinnar, sem óskaði eftir því að Bretar sendu flotadeild til íslands til að kynnast af eigin raun yfirgangi togaramanna og ástandinu á miðunum. Hér var því um „kurteisisheimsókn" að ræða, eins og Bretar héldu fram, og reyndar vildu Danir helst að breskt herskip yrði að staðaldri á miðun- um, á svipaðan hátt og frönsku eftirlitsskipin. Önnur athugasemd mín á við frásögn á bls. 67, en þar segir að Eggert Gíslasyni skipstjóra á Víði II GK hafi tekist að kasta á torfu með aðstoð asdiktækis „eftir ótal mis- heppnaðar tilraunir." Því miður hef ég ekki aðgang að öðrum heimildum um þetta efni sem stendur, en frásögn Jóns um þetta atriði ber ekki fyllilega saman við frásagnir, sem ég hef lesið um þetta efni annars staðar. Þar segir, ef mig misminnir ekki þeim mun hrapallegar, að Eggert hafi kastað og náð torfu í fyrsta kasti og hafi flestum þótt ganga kraftaverki næst. Hér ber allmikið á milli og væri fróðlegt að fá úr því skorið hvor frásögnin er rétt. Þessar athugasemdir hljóta þó að teljast fáar og léttvægar þegar um svo mikið rit er að ræða. Ég vil að lokum óska nafn mínum til hamingju með mikið og glæsilegt ritverk, sem án efa mun koma öllum þeim, sem áhuga hafa á sjósókn, útgerð og hafrann- sóknum að miklu gagni um ókomin ár. Jón Þ. Þór BOSCH DIESELÞJÓNUSTA BRÆÐURNIR (©JOKMSSONHF Ligmúla 9, sfmi: 38820
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.