Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 37
2/91
ÆGIR
89
unum frá fyrra ári. Verðmæti í
uorskum krónum er einnig svipað
bæði árin. Alls nam verðmætið
4.743.5 milljónum norskra króna
1990 og 4.735.0 milljónum
norskra króna 1989. Alls dróst
botnfiskveiðin saman um 98.000
t°nn árið 1990. Verðmætið jókst
hinsvegar um 3 milljónir norskra
króna á árinu. Samdráttur í loðnu-
veiðum, makríl og síld nam um
110.000 tonnum. Um 11.3%
aukning var í krabbadýra- og skel-
veiðum, en 70.910 tonn veiddust
árið 1990 en 63.700 tonn árið
1989. Af einstökum uppsjávar-
isktegundum veiddist mest af kol-
munna 282.000 tonn árið 1990
en 266.000 tonn árið 1989. Af
einstökum botnfisktegundum er
mikill samdráttur í þorskveiðum
eða 34% á árinu 1990, ýsuveiðar
dragast saman um 42% og ufsa-
veiðar um 23%. Af grálúðu veiðist
hinsvegar um 75% meira eða
20.500 tonn árið 1990 og af karfa
um 45% meira eða 40.200 tonn.
Af skel- og krabbadýrum veiðist
mest af rækju um 61.500 tonn
sem er tæplega 10% aukning frá
árinu áður. Frá árinu 1987 hefur
orðið mikill samdráttur í þorsk-
veiðum eða um 60% sam-
dráttur. Þannig veiddust 305.205
tonn af þorski árið 1987 en
122.800 tonn árið 1990. Um 70%
samdráttur hefur orðið í
ýsuveiðum eða úr 75.247 tonnum
1987 í 22.500 tonn árið 1990.
þrátt fyrir um 11% samdrátt í
heildarveiðum nam verðmæti
veiðanna svipaðri upphæð 1990
og 1989. Munar þar mest um stór-
auknar grálúðuveiðar auk aukn-
ingar rækjuveiða. Alls eru heildar-
verðmæti sjávarafla um 44.3
milljarðar íslenskra króna á árinu
1990 miðað viðmeðalgengi jan.-
des. 1990. Hér á eftir fer yfirlit yfir
veiðar Norðmanna árin 1987-
1990.
Veiðar Norömanna 1987-1990
1987 Magn í tonnum 1988 1989 1990 1987 Verðmæti í 1.000 n. kr. 1988 1989 1990*
Loðna 142.414 72.671 107.000 94.000 90.313 57.931 86.400 67.500
Spærlingur 81.237 62.052 123.500 142.000 45.760 39.537 84.900 88.500
Kolmunni 193.484 209.740 266.000 282.000 83.528 109.804 188.300 164.000
Sandsíli 198.869 191.653 195.000 95.500 110.925 121.227 147.800 58.000
Hestamakríll 16.991 44.980 89.000 118.000 9.440 35.197 71.300 80.000
Makríll 157.174 162.139 143.000 150.000 245.731 320.344 273.000 402.000
Síld 346.608 338.823 273.000 204.000 390.858 407.943 385.800 348.000
Brislingur 9.913 11.899 5.000 6.000 37.994 38.234 23.300 21.500
Hppsjávarfiskar 1.146.690 1.093.957 1.201.500 1.091.500 1.014.549 1.130.217 1.260.800 1.229.500
borskur 305.205 252.424 186.300 122.800 2.289.315 1.706.562 1.262.600 1.096.000
Ýsa 75.247 62.831 38.500 22.500 355.337 310.702 212.400 161.500
Ufsi 152.163 148.369 144.200 112.000 563.455 449.706 421.900 395.500
Keila 30.103 23.019 32.000 28.000 144.271 94.699 160.300 154.500
Langa 25.002 23.625 28.200 23.800 197.369 175.043 218.000 189.000
Grálúða 7.299 9.095 11.700 20.500 50.206 53.436 77.600 217.500
Karfi 18.478 25.374 27.600 40.200 74.015 110.079 98.700 165.500
Gulllax 9.824 17.971 22.700 10.700 22.351 33.943 32.900 25.500
Aðrartegundir 34.141 28.919 25.900 38.700 199.837 181.875 146.600 229.000
Botnfiskar 657.463 591.626 517.100 419.200 3.896.156 3.116.046 2.631.000 2.634.000
Krabbadýr 1.308 1.349 1.500 1.400 8.856 9.512 11.000 10.000
Humar 30 28 30 30 3.117 3.162 4.200 4.000
^nnar humar 82 106 70 180 3.533 4.833 3.400 10.000
Raekja 42.152 42.171 56.000 61.500 736.845 706.874 776.000 820.000
Skel 44.951 20.327 6.100 7.800 156.549 61.806 48.600 36.000
Krabba- og skeld. 88.523 63.980 63.700 70.910 908.900 786.187 843.200 880.000
Alls 1.892.675 1.749.564 1.782.300 1.581.610 5.819.605 5.032.451 4.735.000 4.743.500
Þangog þari 174.109 172.148 182.700 197.000 25.005 24.619 27.000 29.000
Alls 2.066.784 1.921.712 1.965.000 1.778.610 5.844.610 5.057.070 4.762.000 4.772.500
'Bráðabirgðatölur.