Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 35
2/91
ÆGIR
87
REYTINGUR
Danmörk
Samkvæmt Havfiskeren hefur
markaðshlutdeild Dana á rækju
minnkað í Japan á árinu 1990.
Þannig voru flutt út 21.500 tonn af
rækju á árinu 1990 en 27.400
tonn árið 1989. Grænlendingar
eru með stærstu markaðshlutdeild
á japanska rækjumarkaðnum, en
alls var flutt út 16.212 tonn af
rækju frá Grænlandi 1989 en
13.000 tonn árið 1990. Norð-
menn hafa verulega aukið sinn
útflutning á rækju til Japans eða úr
2.278 tonnum 1989 í 2.800 tonn
1990. Um grænlensku og dönsku
rækjuna segja japanskir kaup-
endur að hún hafi þrjá kosti og
þrjá ókosti, ókostirnir eru eftirfar-
andi:
1 ■) Of hátt verð.
2-) Of smá rækja.
3.) Rækjan er of bleik.
Kostir:
1) Þær eru bragðgóðar.
2) Utlit þeirra er gott.
3) Gerlainnihald þeirra er mjög
lítið.
Crænland
Þorskveiðar Grænlendinga hafa
sveitlast mikið undanfarna ára-
tugi. Þannig veiddust sum árin
1960-1970 yfir 400.000 tonn af
þorski en nokkur árin 1980-1989
minna en 15.000 tonn. Árið 1989
veiddust 115.000 tonn af þorski,
og var hlutur Grænlendinga tæp-
lega 90.000 tonn.
Rækjuveiðar voru aðallega inn-
anfjarðar fyrstu árin í lok sjöunda
áratugarins. Eftir að færeyskir sjó-
menn fundu rækjumið í Davíðs-
sundi í byrjun áttunda áratugarins
hafa rækjuveiðar fengið meiri
þýðingu fyrir efnahag Grænlend-
inga. Þær nema nú 70-80.000
tonnum árlega, að verðmæti um
það bil 15 milljörðum króna.
Meðal annarra fisktegunda sem
veiddar eru við strendur Græn-
lands er lúða ca. 8-10.000 tonn
árleg veiði. Meðal mögulegra
veiða er karfi 50—80.000 tonn, þar
af hluti Grænlands 10.000 tonn.
Filippseyjar
Filippseyingar framleiddu
268.701 tonn af þörungum á
árinu 1989 að verðmæti 25,17
milljónir dollara eða um 1,4 millj-
arða króna. Eins prósents
heildarframleiðslunnar var neytt
sem fæðu. Framleiðsla þessi hefur
vaxið hröðum skrefum undanfarin
ár, þannig nam framleiðslan 1985
182.946 tonnum. Hér er aðallega
um ýmsar þörungategundir að
ræða. Þörungarnir eru aðallega
þurrkaðir til útflutnings. Helstu
kaupendur eru Danir, Frakkar og
Bretar, en þessar þjóðir keyptu um
57% útflutningsins árið 1989.
Aðrar verkunaraðferðir eru söltun,
mjöl og nýtt þang. Um það bil
350 þýðingarmiklar tegundir eru
til. Rauðþörungar nema um 60%
af öllum tegundum, brúnþörungar
25% og grænþörungar um 15%.
Sumar villtar tegundir þörunga eru
notaðar sem hráefni í verksmiðjur.
Innflutningur Filippseyinga á
þurrkuðum þörungum er lítill en
fer vaxandi, nam um 754 tonnum
árið 1989. Filippseyingar rækta
alla þörunga sína og eru þörunga-
akrarnir samtals um 5700 hektar-
ar. Þessi ræktun er aðallega við
Vestur-Mindanao og í Mið-
Visayanhafi, alls um 97% af allri
ræktuninni. Ræktunin skiptist eftir
bústærðum, undir 0.25 hektara
svæði, 0.25—0.50 hektara svæði
og yfir 0.50 hektara svæði. Athug-
anir á mánaðarlegri framleiðslu
sýna að stærri ræktunarsvæðin
framleiða um 13.600 kg af þör-
ungum á mánuði, miðstærðin um
8.500 kg og minnstu einingarnar
4.400 kg.