Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.1991, Blaðsíða 36
88 ÆGIR 2/91 Surimi-matur í Evrópu Á tímum minnkandi framboðs á botnfiski fer neysla surimi afurða (fiskstöppu) vaxandi í allri Evrópu. Þessi matur á uppruna sinn í Japan, þar sem hann hefur verið hluti sjávarvöruneyslunnar um langan aldur. Uppistaðan er Alaska-ufsi sem blandaður er sykri, sterkju og aukefnum. Algengasta afurðin á vestrænum mörkuðum er krabbadýra-surimi. Evrópskur surimi-markaður er enn mjög háður innflutningi á svip- uðum afurðum aðallega frá Japan og Suður-Kóreu. Vinnslustöðvar eru nú reistar á svæðum þar sem markaður er í nokkrum mæli. Aukning er töluverð á evrópska markaðnum eða um 20-25% árleg aukning. Neysla í Evrópu- bandalagslöndum er áætluð um 26.500 tonn árið 1990 og áætlun gerir ráð fyrir 40.000 tonna neyslu árið 1992. Surimi-maturinn hefur mikið verið notaður í allskonar salöt, en einnig er verið að þróa frysta stöppu tilþúna fyrir ör- bylgjuofn. Aðalmarkaður fyrir þessar afurðir í Evrópu er í Frakk- landi, þar sem áætluð neysla árið 1990 er 10.000 tonn. Franski fiskiðnaðurinn hefur einnig fjárfest í vinnslutækjum í þeim tilgangi að breyta innfluttu surimi í fullunna afurð, eða vinna surimi úr stað- bundnum tegundum, sérstaklega kolmunna. Um þessar mundir er eitt verksmiðjuskip með vinnslu á Norður-Atlantshafi og fjórar verk- smiðjur sem nýta aðallega innflutt surimi. Spánn hefur löngum verið mikill markaður fyrir flestar sjávar- afurðir, og það er ekki undrunar- efni að surimi-unnar afurðir hafa unnið sér sess á Spáni. Núverandi neysla á surimi-afurðum er áætluð um 8.000 tonn, mest úr krabba- dýrum. Það er engin innanlands- framleiðsla á surimi á Spáni. Gera má ráð fyrir að verksmiðjur muni verða reistar þar, sem og í öðrum Evrópuríkjum. Spánski surimi- markaðurinn mun væntanlega vaxa um 20% næstu árin og verða um 12.000 tonn árið 1992. í Bretlandi hefur neysla surimi- afurða aukisttalsvert. Breski mark- aðurinn var talinn nema 4.000 tonnum árið 1990, en vex hægar en sá franski. Áætlun gerir ráð fyrir 5.000 tonna markaði árið 1992. Mestallt hráefnið er flutt inn, en það er eitt þýðingarmikið vinnslu- fyrirtæki í Skotlandi sem notar innflutt japanskt surimi í fram- leiðslu á fullunninni afurð og þessu fyrirtæki vegnar vel. Hluti framleiðslu þessarar verksmiðju er fluttur til annarra Evrópuríkja. Breski markaðurinn er aðallega fyrir frystar afurðir ekki ferskar. Gert er ráð fyrir að ítalski markað- urinn nemi um 1.500 tonnum árið 1991. Surimi-unnar afurðir eru til- tölulega nýjar á markaðnum og eru nokkrir erfiðleikar þar vegna vöntunar á verslunum sem hafa kæliborð eins og verslanir í Norður-Evrópu. Áætlað er að evrópski mark- aðurinn fyrir surimi geti numið 100.000 tonnum árið 1995. Verðið á surimi frá Suðaustur-Asíu hefur verið 3$-6$ fyrir kg. Gert er ráð fyrir að þessi markaður geti gefið nokkuð í aðra hönd þegar frá líður ef vel tekst til. Svipaða sögu má segja um bandaríska markað- inn. Vandamálið er frekar vöntun á hráefni fremur en eftirspurn eftir afurðinni. Neyslan í Bandaríkj- unum nam um 350 g/íbúa árið 1989. Nýir möguleikar á blöndun á kjöti við surimi í Bandaríkjunum eru sagðir gefa fleiri tækifæri á bandaríska markaðnum. í Evrópubandalagslöndunum var neysla þessi einungis 65 g/ á íbúa. Veidar Norðmanna 1990 Bráðabirgðatölur um veiðar Norð- manna 1990 gera ráð fyrir 200.000 tonna samdrætti í veið- Enda þótt afli Norðmanna yrði 200.000 tonnum minni árið 1990 en 1989, eru líkur til að aflaverðmætið verði svipað 1990 og árið áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.