Ægir - 01.02.1991, Qupperneq 38
90
ÆGIR
2/91
Útflutningur sjávarafurda
SH og Sjávarafurðadeildar 5/5 1990
Ægi hafa borist upplýsingar frá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og
Sjávarafurðadeild Sambandsins um
heildarútflutning og verðmæti fram-
leiðslunnar og fara þær hér á eftir.
Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna
Heildarútflutningur Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna nam
liðlega 94 þúsund tonnum á árinu
1990, en það er um tvö prósent
minna í magni talið en árið 1989.
Aftur á móti reyndust verðmæti
útflutnings SH vera tæplega 19
milljarðar króna miðað við CIF -
verðmæti eða u.þ.b. 25% meira í
krónum talið en 1989. Árið 1990
reyndist því með þeim betri í sögu
félagsins. hað lætur nærri að SH,
sem var stofnað árið 1942, flytji út
u.þ.b. fjórðung af öllum sjávaraf-
urðum landsmanna.
Vesturevrópski markaðurinn,
sem hefur verið í mikilli sókn, er
nú orðinn stærsti útflutningsmark-
aður samtakanna með yfir 50% af
heildarútflutningi SH, en stærsta
einstaka viðskiptalandið er Banda-
ríkin. í fyrra varð samdráttur í sölu
til Bandaríkjanna, Sovétríkjanna
og Asíulanda.
Mesta verðmætaaukningin í
EB-ríkjum
Þegar á skiptingu heildarútflutn-
ings er litið, kemur í Ijós að á
nýliðnu ári reyndust ríki innan
Evrópubandalagsins vera stærstu
kaupendur afurða framleiðenda
innan vébanda SH. Hlutfallslega
mest magnaukning reyndist vera
á sölusvæði IFPL, dótturfyrirtækis
Sölumiðstöðvarinnar í Bretlandi,
eða 33.7%. Salan í tonnum jókst
úr 9.5 þúsund tonnum í tæp 13
þús. tonn, en sölutekjur hækkuðu
um 100.0% í krónum talið. Hin
mikla verðmætaaukning er þannig
ekki aðeins afleiðing af auknu
magni, heldur og vegna mikilla
verðhækkana á fiski og hækkuðu
gengi sterlingspundsins.
Alls seldust sjávarafurðir til
Bretlands fyrir rúmlega 2.6 millj-
arða króna (FOB verðmæti) á
árinu.
Frakkland reyndist góður
markaður
Annað stærsta markaðsland
Sölumiðstöðvarinnar á nýliðnu ári
miðað við útflutningsverðmæti var
Frakkland. Alls fóru til I.F.P.E.
dótturfyrirtækis SH í París, 17.3
þúsund tonn sem seldust fyrir 3.2
milljarða króna í fyrra, en 13.9
þúsund tonn sem seldust fyrir
rúmlega 1.6 milljarða króna árið
áður.
Mikil eftirspurn í Þýskalandi
Mikil söluaukning var enn-
fremur á s.l. ári hjá VIK, dóttur-
fyrirtæki SH í Þýskalandi og
reyndist verðmætaaukningin vera
um 68% milli áranna 1989 og
1990, fór úr 1.8 milljörðum í 3
milljarða króna. Sala í tonnum var
12.7 þúsund tonn árið 1989, en
16.4 þús. þús. tonn í fyrra. Mikil
eftirspurn eftir frystum sjávaraf-
urðum var allt sl. ár á Þýskalands-
markaði, sem er ein af skýringum
mikillar verðhækkunar.
Samdráttur á öðrum
mörkuðum
Útflutningur á frystum sjávaraf-
urðum til Bandaríkjanna dróst
saman að magni til um 24% á sl.
ári miðað við 1989, en þangað
seldust tæplega 21 þúsund tonn á
móti um 27 þúsund tonnum árið
áður. í verðmætum nam samdrátt-
urinn um 14% á sama tímabili,
þ.e. fór úr 5.9 milljörðum króna í
um 5.1 milljarð króna. Það háði
bandaríska markaðnum að gengi
Bandaríkjadalsins lækkaði veru-
lega gagnvart helstu gjaldmiðlum
Evrópu, en miklar verðhækkanir
urðu vestanhafs á árinu. Ovissu-
ástand og ört versnandi efnahagur
Sovétríkjanna varð til þess að
útflutningur þangað dróst saman
milli ára um 31 %, eða fór úr tæp-
lega 7 þúsund tonnum í 4.7 þús-
und tonn í fyrra. Ljóst er að erfið-
leikatímabilið í Sovétríkjunum og
öðrum ríkjum A-Evrópu heldur
áfram og hefur áhrif á sölu
íslenskra sjávarafurða til þessa
heimshluta.
Samdráttur í veiðum og þar með
sölu á loðnu og grálúðu er ein
helsta ástæðan fyrir því að sala til
Asíulanda dróst saman um 5.6%
að verðmæti og 24% í tonnum tal-
ið á sl. ári. SH hefur formlega
opnað sölufyrirtæki í Tókíó, sem
styrkir mjög sölu- og markaðsstarf-
semi samtakanna í Asíu.
Mikil söluaukning í laxi
SH jók verulega útflutning á
ferskum íslenskum laxi á sl. ári og
seldi alls um 1.200 tonn fyrir 350
milljónir króna. Árið áður seldu