Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 6
Sigurður R. Pétursson héraðsdómslögmaður:
Nokkur orð um lögvernd höfundaréttar.
Síðan Island gerðist aðili að Bernarsáttmálanum hinn
7. sept. 1947 og eigendur höfundaréttar fóru að marki að
beita rétti sínum í framkvæmd hafa höfundaréttarmál
mjög verið til umræðu hér á landi. Ákafar deilur hafa
staðið manna á milli um réttmæti þeirrar verndar, er ís-
lenzk höfundalög veita, og hefur í því sambandi sérstaklega
verið dregið í efa réttmæti þess að veita útlendingum rétt-
arvernd um hugverk sín á sama hátt og innlendum mönn-
um. Mörg ágreiningsatriði höfundaréttarlegs eðlis hafa
komið til úrlausnar dómstóla hin síðari ár, þeirra á meðal
eitt mál, er vakið hefur töluverða athygli erlendis, þar
sem það snerist um skilning á fyrirvara, er Island ásamt
nokkrum öðrum þjóðum hafði gert við Bernarsáttmálann.
Það er hins vegar ekki aðeins hér á landi, að höfunda-
réttarmál hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu, held-
ur hafa mál þessi hin síðustu árin mjög verið til athugunar
og umræðu á alþjóða vettvangi. Hefur ,,Unesco“, menn-
ingar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna beitt sér
fyrir því, að gerður hefur verið nýr allsherjar samningur
um höfundarétt, hinn svonefndi Genfar-sáttmáli, en hon-
um er ætlað að ná til sem flestra þjóða heims. Samning-
ur þessi var undirritaður með venjulegum áskilnaði um
fullgildingu hinn 6. september 1952 af 36 ríkjum þ. á. m.
af Norðurlöndunum fjórum (öðrum en Islandi) og 17 öðr-
um Bernarsambandslöndum og loks af 15 ríkjum utan
Bernarsambandsins þ. á. m. af Bandaríkjunum. Verður
nánar að samningi þessum vikið síðar í grein þessari.
1 hugleiðingum þeim, sem hér fara á eftir, mun ég í
stuttu máli víkja að eðli og grundvelli höfundaréttarins
og ræða sérstaklega þær takmarlíanir, sem réttindum
132