Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 9
ísl. rétti í þessum efnum og þeim helztu takmörkunum, sem lögin setja um réttarvernd hugverka. Því hefur verið haldið fram, að lagavernd hugverka hér á landi byggist í fyrsta lagi á ákvæðum 67. greinar stjórn- arskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Skv. slíkri skoðun ættu höfundaréttindi að hafa notið verndar skv. alm. ákvæðum stjórnskipunarlaga vorra áður en höfunda- lögin nr. 13 frá 1905 voru sett. Hefur þetta sjónarmið m. a. verið sett fram í mjög prýðilegri greinargerð Gústafs A. Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns, í máli, er hann flutti fyrir STEF út af óheimilum tónlistarflutningi í kvikmynd, og byggir lögmaðurinn hér á skyldum sjónarmiðum og drepið hefur verið á hér að framan um eðli höfundarétt- inda. Hitt mun þó almenn skoðun, að höfundar hafa ekki not- ið verndar um verk sín, fyrr en með tilkomu laganna um rithöfundarétt og prentrétt nr. 13 frá 1905, en þeim lög- um var síðan breytt með lögum nr. 49 frá 1943. Skv. 1. grein laganna nr. 49 frá 1943 „hefur höfundur hver eign- arrétt á því, er hann hefur samið eða gert“. Eignarréttur þessi er þó margvíslegum takmörkunum háður, og mun ég gera nokkrar af takmörkunum þessum að umræðuefni hér á eftir. Þess er þá fyrst að geta, að höfundarétturinn stendur skv. 22. gr. höfundal. frá 1905 aðeins tiltekinn tíma, þ. e. meðan höfundur lifir og 50 ár eftir hann látinn. Séu fleiri en einn höfundur að riti, án þess að ritsmíð hvers einstaks sé sérstök heild stendur rétturinn 50 ára tímabil frá dauða þess er lengst lifir. Einn þáttur höfundaréttarins, þ. e. réttur til útgáfu þýðinga, varir þó enn skemmri tíma. Skv. gagnályktun frá 4. grein rithöfundalaganna frá 1905 er heimilt að gefa út þýðingu á riti, er 10 ár eru liðip frá því ritið var gefið út í fyrsta sinni, enda hafi þýðing ekki verið gefin út með fullri heimild, áður en téður 10 ára frestur er liðinn. Hafi þýðing hins vegar verið gefin út innan giæindra 10 ára stendur þýðingarrétturinn verijulegan verndartíma. 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.