Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 12
greindar heimildir til handa útvarpi eru og bundnar því
skilyrði, að stéttarfélag eða stéttarsamband höfunda hafi
fengið almenna aðild um flutningsrétt á ritverkum eða
tónsmíðum og settum reglum sé fylgt um greiðslu til höf-
undar. Þá leiðir það og af hinum persónulega þætti höf-
undarréttarins, að ekki mundi heimilt á nokkurn hátt að
flytja verk hans á þann hátt eða í því sambandi, að flutn-
ingurinn teldist misþyrma verkinu eða vera móðgandi fyr-
ir höfund þess.
Auk undanþágu þeirrar fyrir útvarp, sem nú hefur verið
.rætt um, er heimilt skv. nefndri lagagrein án allra kvaða
að flytja á samkomum „sem haldnar eru í góðgerð-
arskyni, eða til þess eingöngu að kynna menntir þjóð-
arinnar eða til mannfagnaðar" sömu tegundir hug-
verka og útvarpinu er heimilt að flytja án leyfis. Þó
er þetta þrengra að því er tónverk varðar, þannig,
að engum er heimilt að flytja „einstök lög eða kafla
úr tónverkum", þar sem útvarpinu er heimilt án leyfis að
flytja „einstök lög eða tónverk". Þá er það og veigamikil
takmörkun á þessari undanþágu að slíkur kvaðalaus flutn-
ingur er bundinn því skilyrði, „að <engin greiðsla komi
fyrir flutninginn", þ. e. a. s. að þeir, sem flytja verkin,
þ. e. upplesarar, hljóðfæraleikarar og aðrir slíkir, taki
ekki greiðslu fyrir sína vinnu. Hugsunin að baki þessu
skilyrði er sú, að þótt samkoma sé haldin í ofangreindum
tilgangi, þá sé þó rétt, að hinn skapandi listamaður, þ. e.
höfundurinn, fái greiðslu fyrir verk sín, ef hinn túlkandi
listamaður fái greiðslu fyrir sína vinnu.
Auk þess, sem greind undanþága nær til samkoma, sem
haldnar eru í góðgerðarskyni eða til mannfagnaðar, er
sama heimild með sömu skilyrðum iátin ná til samkoma
„félaga eða skóla“, með því viðbótarskilyrði, að aðgöngu-
eyrir sé ekki hærri en svarar beinum tilkostnaði.
Að því er danslög varðar er undanþágan nokkuð rýmri
en um önnur verk, þannig að danslög má leika kvaðalaust
á samkomum, þótt hljóðfæraleikari taki venjulega þókn-
un „nema félagsbundin eða föst hljómsveit leiki“.
138