Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 36
Frá Félagsdómi. Félagsréttindi. Bifreiðarstjórinn R var félagsmaður í Vörubifreiða- stjórafélaginu Þrótti og naut sem félagsmaður afgreiðslu- réttinda á stöð félagsins fyrir vörubifreið sína, sem hann ók sjálfur. 1 febrúarmánuði 1954 varð hann af heilsufars- ástæðum að hætta akstri. Seldi hann þá bifreiðarstjóran- um S bifreið sína og fór þess á leit við félagið, að S fengi afgreiðsluréttindi þau, er hann (R) hafði á stöð félags síns. S sendi félaginu samtímis samhljóða beiðni. Stjórn Þróttar taldi, að samkvæmt samþykktum félagsins væri ekki heimilt að taka beiðnir R og S til greina, og var þeim synjað. S sótti þá um inngöngu í Þrótt, en inntökubeiðni hans var ekki heldur tekin til greina. Þar sem S leit svo á, að hann fullnægði inntökuskil- yrðum þeim, sem sett væru í samþykktum Þróttar, taldi hann synjun stjórnarinnar andstæða ákvæðum 2. gr. laga nr. 80/1938 og krafðist þess, að félaginu yrði dæmt skylt að veita sér full félagsréttindi, þar með talin afgreiðslu- réttindi á vörubílastöð félagsins, enda hefði bifreið sú, sem hann keypti af R, áður notið afgreiðslu þaðan. Forráðamenn Þróttar töldu aftur á móti, að félaginu væri óheimilt, vegna ákvæða laga nr. 23 frá 16. febr. 1953 um leigubifreiðar í kaupstöðum, að veita S afgreiðslurétt- indi, þar sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefði samkvæmt heimild í nefndum lögum ákveðið, að hámarkstala vöru- bifreiða, sem nota mætti til aksturs fyrir almenning gegn borgun, skyldu vera 280. Nú væru þegar 280 félagsmenn í Þrótti, sem allir hefðu afgreiðsluréttindi á vörubílastöð félagsins. Að vísu væri R talinn með í þeirri tölu, en það taldi Þróttur heimilt samkvæmt ákvæði í samþykktum félagsins, sem lét svo mælt, að félagsmaður, sem hætti 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.