Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 36
Frá Félagsdómi. Félagsréttindi. Bifreiðarstjórinn R var félagsmaður í Vörubifreiða- stjórafélaginu Þrótti og naut sem félagsmaður afgreiðslu- réttinda á stöð félagsins fyrir vörubifreið sína, sem hann ók sjálfur. 1 febrúarmánuði 1954 varð hann af heilsufars- ástæðum að hætta akstri. Seldi hann þá bifreiðarstjóran- um S bifreið sína og fór þess á leit við félagið, að S fengi afgreiðsluréttindi þau, er hann (R) hafði á stöð félags síns. S sendi félaginu samtímis samhljóða beiðni. Stjórn Þróttar taldi, að samkvæmt samþykktum félagsins væri ekki heimilt að taka beiðnir R og S til greina, og var þeim synjað. S sótti þá um inngöngu í Þrótt, en inntökubeiðni hans var ekki heldur tekin til greina. Þar sem S leit svo á, að hann fullnægði inntökuskil- yrðum þeim, sem sett væru í samþykktum Þróttar, taldi hann synjun stjórnarinnar andstæða ákvæðum 2. gr. laga nr. 80/1938 og krafðist þess, að félaginu yrði dæmt skylt að veita sér full félagsréttindi, þar með talin afgreiðslu- réttindi á vörubílastöð félagsins, enda hefði bifreið sú, sem hann keypti af R, áður notið afgreiðslu þaðan. Forráðamenn Þróttar töldu aftur á móti, að félaginu væri óheimilt, vegna ákvæða laga nr. 23 frá 16. febr. 1953 um leigubifreiðar í kaupstöðum, að veita S afgreiðslurétt- indi, þar sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefði samkvæmt heimild í nefndum lögum ákveðið, að hámarkstala vöru- bifreiða, sem nota mætti til aksturs fyrir almenning gegn borgun, skyldu vera 280. Nú væru þegar 280 félagsmenn í Þrótti, sem allir hefðu afgreiðsluréttindi á vörubílastöð félagsins. Að vísu væri R talinn með í þeirri tölu, en það taldi Þróttur heimilt samkvæmt ákvæði í samþykktum félagsins, sem lét svo mælt, að félagsmaður, sem hætti 162

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.