Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 34
Að úthlutun styrkjanna lokinni var rætt um útgáfu tímaritsins Nordisk Administrativt Tidsskrift, svo sem venja er á hverjum stjórnarfundi. Að lokum kom fram fyrirspurn um þátttöku Noregs í Institut international des sciences administratines, og var henni svarað á þá leið, að Noregi mundi ekki hafa þótt ástæða til þátttöku. Svipaða afstöðu munu hin Norður- löndin nema Danmörk hafa tekið. Embættismenn þess lands, sem fundir eru haldnir í, reyna að gera félögum sínum frá hinum löndunum dvölina í landi þeirra sem ánægjulegasta. Norsku embættismenn- irnir voru ekki eftirbátar annarra í þetta skipti fremur en endranær. Þeir höfðu hlutazt til um það, að norsku járnbrautirnar buðu þeim, sem stjórnarfundinn sátu, og konum þeirra í ferðalag til Rjukan á Þelamörk: Lagt var af stað að áliðnum degi 26. ágúst og var komið til Rjukan nokkru fyrir óttu. Meðan þar var dvalið var hóp- urinn gestur A/S Norsk Hydro, sem á orkuver í Rjukan- dalnum, og er eitt stórkostlegasta iðnfyrirtæki Noregs. Honum var gefinn kostur á að sjá nokkuð af orkuverun- um og fór það, sem þar var að sjá, að miklu leyti fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, sem vonlegt var, en fram- takssemi og stórhugur Norðmanna varð mönnum minnis- stæður. Dýpst áhrif á okkur Islendingana og e. t. v. fleiri gest- anna var hið mikilfenglega, hlýlega og fallega landslag á Þelamörk. Leið gestanna lá úr Rjukandalnum upp á reginfjöll til hótelsins Rauland. Gróðurinn þar minnti á ríkan íslenzkan heiðagróður og töfrar norðlægra fjalla- heima léku um menn. Sögulegir staðir voru á leið þessari. Á fjöllunum höfð- ust við að vetrarlagi nokkrir ungir menn, er sátu um færi til að gera Þjóðverjum sem mestar skráveifur á styrj- aldarárunum síðustu, og er ekki nema rúmur áratugur síðan að útlögum þessum tókst tvisvar með áræðni og snarræði að hrifsa úr höndum óvina sinna og eyðileggja „hið þunga vatn“, sem framleitt hafði verið í verksmiðj- 160
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.