Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 33
frá kl. 9,30 til kl. 12 og kl. 13 til 15. Var fyrst tekið fyrir mál, sem verið hefur á döfinni undanfarin þrjú ár, til- laga um að semja samræmt yfirlit yfir stjórnskipun og stjórnarfar Norðurlandanna. Tillaga þessi var fyrst borin fram af Johannes Dannevig, tollstjóra í Noregi, og var hún nú komin á þann rekspöi, að samráð yrði haft við Norðurlandaráðið um samning slíks yfirlits. Var því lýst yfir af formanni norsku deildarinnar, að málinu hefði verið hreyft við ráðið, og einn dönsku stjórnarmannanna tilkynnti, að frá þeirra hendi yrði málinu einnig hreyft. Skoðanir manna voru óskiptar um það, að yfirlitið þyrfti að vera í því formi, að það væri aðgengileg og handhæg bók, sem embættismönnum ríkjanna yrðu auðveld not að. Stjórnin ályktaði, að þótt málið yrði nú lagt á herðar Norðurlandaráðsins, fyrst og fremst vegna þess, að því eru búnir betri möguleikar til að hrinda verkinu í fram- kvæmd, yrði sambandið haft með í ráðum um fyrirkomu- lag, val á þeim, sem verkið ynnu, o. s. frv. Formaður sænsku deildarinnar gerði nú grein fyrir því, hvenær allsherjarmótið mundi verða í Stokkhólmi næsta sumar og hver fyrirlestraefnin myndu verða. Mótið er ráðgert dagana 25.—27. ágúst 1955. Fyrirlestrarefnin eru þessi: 1. Ministerstyret i teori og praktik. 2. Tilsynet med kommunalforvaltningen. 3. Jáv (Inhabilitet) i förvaltningen. 4. Administrative domstoler. 5. Socialvárden (eða þrengra efni innan þess ramma). Gert er ráð fyrir einum fyrirlesara frá hverju landanna og var Islandi ætlað síðasttalda efnið. Næst á dagskrá var styrkjaúthlutun, en nú eru veittir þessir styrkir árlega til stuttrar námsdvalar í einhverju landanna: 2 frá Danmörku, dkr. 750.00 hvor, 1 frá Finn- landi, 40.000.00 finnsk mörk, 2 frá Noregi, nkr. 750.00 hvor, 2 frá Svíþjóð, svkr. 500.00 hvor og 1 frá íslandi, ísl. kr. 1.500.00. Einn íslenzkur umsækjandi fær styrk árlega, og hefur það verið svo undanfarin 5 ár. 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.