Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 33
frá kl. 9,30 til kl. 12 og kl. 13 til 15. Var fyrst tekið fyrir mál, sem verið hefur á döfinni undanfarin þrjú ár, til- laga um að semja samræmt yfirlit yfir stjórnskipun og stjórnarfar Norðurlandanna. Tillaga þessi var fyrst borin fram af Johannes Dannevig, tollstjóra í Noregi, og var hún nú komin á þann rekspöi, að samráð yrði haft við Norðurlandaráðið um samning slíks yfirlits. Var því lýst yfir af formanni norsku deildarinnar, að málinu hefði verið hreyft við ráðið, og einn dönsku stjórnarmannanna tilkynnti, að frá þeirra hendi yrði málinu einnig hreyft. Skoðanir manna voru óskiptar um það, að yfirlitið þyrfti að vera í því formi, að það væri aðgengileg og handhæg bók, sem embættismönnum ríkjanna yrðu auðveld not að. Stjórnin ályktaði, að þótt málið yrði nú lagt á herðar Norðurlandaráðsins, fyrst og fremst vegna þess, að því eru búnir betri möguleikar til að hrinda verkinu í fram- kvæmd, yrði sambandið haft með í ráðum um fyrirkomu- lag, val á þeim, sem verkið ynnu, o. s. frv. Formaður sænsku deildarinnar gerði nú grein fyrir því, hvenær allsherjarmótið mundi verða í Stokkhólmi næsta sumar og hver fyrirlestraefnin myndu verða. Mótið er ráðgert dagana 25.—27. ágúst 1955. Fyrirlestrarefnin eru þessi: 1. Ministerstyret i teori og praktik. 2. Tilsynet med kommunalforvaltningen. 3. Jáv (Inhabilitet) i förvaltningen. 4. Administrative domstoler. 5. Socialvárden (eða þrengra efni innan þess ramma). Gert er ráð fyrir einum fyrirlesara frá hverju landanna og var Islandi ætlað síðasttalda efnið. Næst á dagskrá var styrkjaúthlutun, en nú eru veittir þessir styrkir árlega til stuttrar námsdvalar í einhverju landanna: 2 frá Danmörku, dkr. 750.00 hvor, 1 frá Finn- landi, 40.000.00 finnsk mörk, 2 frá Noregi, nkr. 750.00 hvor, 2 frá Svíþjóð, svkr. 500.00 hvor og 1 frá íslandi, ísl. kr. 1.500.00. Einn íslenzkur umsækjandi fær styrk árlega, og hefur það verið svo undanfarin 5 ár. 159

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.