Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Blaðsíða 16
höfundaréttarsamningi við Bándaríkin. Höfuðröksemdin
fyrir því, að rétt sé að afla ísl. hugverkum verndar í Banda-
ríkjunum er sú, að Bandarískir höfundar njóti að verulegu
leyti hvort sem er verndar á Islandi skv. 6. gr. 1. mgr.
Bernarsáttmálans. Hér sé því að verulegu leyti um ein-
hliða hagsmunamál Islendinga að ræða.
Til þess, að Island geti gerzt aðili að Genfarkonvention-
inni eða gert gagnkvæman höfundaréttarsamning við
Bandaríkin, þarf að breyta ákvæðum íslenzkra laga varð-
andi þýðingarréttinn. Til aðildar að Genfarsáttmálanum
þarf einnig að breyta ísl. lögunum í nokkrum öðrum smá-
vægilegum atriðum.
Á síðasta þingi var samþykkt að heimila ríkisstjórninni
að gerast fyrir Islands hönd aðili að Genfar-sáttmálanum
óg einnig var ríkisstjórninni heimilað að gera sérstakan
höfundaréttarsamning við Bandaríkin.
Situr nú á rökstólum 5 manna nefnd, er hefur mál þessi
til athugunar, og er nefndin skipuð tveim hæstaréttardóm-
urum, tveim fulltrúum Bandalags ísl. listamanna og einum
frá Bóksalafélagi Islands.
Að lokum langar mig til að drepa lítils háttar á mál,
sem nú er á döfinni, út af kröfum STEFs vegna opinbers
tónlistarflutnings varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, en
mál þetta hefur mikla athygli vakið. Sömu kröfum hefur
nú verið hreyft af erlendu STEFjunum, þar sem banda-
ríkst varnarlið dvelur.
Undirritaður skrifaði á s.l. sumri greinargerð fyrir
kröfum þessum, og eru kröfurnar í höfuðatriðum byggðar
á þeim röksemdum, sem nú skal greina:
I. Island var, svo sem kunnugt er, ein af stofnþjóðum
Atlantshafsbandalagsins. Hafði Alþingi með þingsálykt-
un frá 30. marz 1949 falið ríkisstjórninni að gerast stofn-
aðili að bandalagi þessu. Forseti Islands staðfesti síðan
Atlantshafssáttmálann hinn 22. júlí 1949.
Á grundvelli Atlantshafssáttmálans gerði Island síðan
sérsamning við Bandaríkin, undirritaðan hinn 5. maí 1951,
og hinn 8. sama mánaðar var undirritaður viðbótarsamn-
142