Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 9
ísl. rétti í þessum efnum og þeim helztu takmörkunum, sem lögin setja um réttarvernd hugverka. Því hefur verið haldið fram, að lagavernd hugverka hér á landi byggist í fyrsta lagi á ákvæðum 67. greinar stjórn- arskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Skv. slíkri skoðun ættu höfundaréttindi að hafa notið verndar skv. alm. ákvæðum stjórnskipunarlaga vorra áður en höfunda- lögin nr. 13 frá 1905 voru sett. Hefur þetta sjónarmið m. a. verið sett fram í mjög prýðilegri greinargerð Gústafs A. Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns, í máli, er hann flutti fyrir STEF út af óheimilum tónlistarflutningi í kvikmynd, og byggir lögmaðurinn hér á skyldum sjónarmiðum og drepið hefur verið á hér að framan um eðli höfundarétt- inda. Hitt mun þó almenn skoðun, að höfundar hafa ekki not- ið verndar um verk sín, fyrr en með tilkomu laganna um rithöfundarétt og prentrétt nr. 13 frá 1905, en þeim lög- um var síðan breytt með lögum nr. 49 frá 1943. Skv. 1. grein laganna nr. 49 frá 1943 „hefur höfundur hver eign- arrétt á því, er hann hefur samið eða gert“. Eignarréttur þessi er þó margvíslegum takmörkunum háður, og mun ég gera nokkrar af takmörkunum þessum að umræðuefni hér á eftir. Þess er þá fyrst að geta, að höfundarétturinn stendur skv. 22. gr. höfundal. frá 1905 aðeins tiltekinn tíma, þ. e. meðan höfundur lifir og 50 ár eftir hann látinn. Séu fleiri en einn höfundur að riti, án þess að ritsmíð hvers einstaks sé sérstök heild stendur rétturinn 50 ára tímabil frá dauða þess er lengst lifir. Einn þáttur höfundaréttarins, þ. e. réttur til útgáfu þýðinga, varir þó enn skemmri tíma. Skv. gagnályktun frá 4. grein rithöfundalaganna frá 1905 er heimilt að gefa út þýðingu á riti, er 10 ár eru liðip frá því ritið var gefið út í fyrsta sinni, enda hafi þýðing ekki verið gefin út með fullri heimild, áður en téður 10 ára frestur er liðinn. Hafi þýðing hins vegar verið gefin út innan giæindra 10 ára stendur þýðingarrétturinn verijulegan verndartíma. 135

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.