Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 13
Undanþágur þessar, að því er samkomur varðar, verða þó í framkvæmd mjög takmarkaðar, þar sem það er nú orðið mjög fátítt og heyrir til undantekninga, að upplesar- ar eða hljóðfæraleikarar taki ekki fulla greiðslu og enn fremur vegna þess, að á þeim skemmtunum, sem nokkuð kveður að, er höfð (félagsbundin eða föst) hljómsveit. Fram til 7. sept. 1947 var höfundavernd íslenzkra laga takmörkuð þannig, að hún tók aðeins til verka Islendinga og ritsmíða útlendinga, ef forlagsmaður þeirra var ís- lenzkur. Með aðild Islands að Bernarsáttmálanum öðlast erlendir höfundar vernd hér á landi um þau verk sín, er sáttmáli þessi nær til. Verður nú rakið hvaða höfundar njóta verndar Bernar- sáttmálans og 1 því sambandi sérstaklega bent á, að vernd sáttmálans er ekki bundin við þegna sambandsríkjanna eingöngu. I 4. gr. 1. mgr. núverandi Bernarsáttmála (Rómar- Conventionarinnar) segir svo (hér er byggt á hinni ensku gerð sáttmálans, en hún er jafn rétthá hinni frönsku. I hinni íslenzku þýðingu sáttmálans, sem prentuð er sem fylgiskjal með auglýsingu um inngöngu Islands í Bernar- sambandið, nr. 110 frá 1947, er grein þessi ranglega þýdd. Þar er heilli setningu algerlega sleppt úr, en í setningu þessari felst einmitt eitt grundvallarskilyrðið fyrir vernd útgefinna verka skv. sáttmálanuml Gefur þetta bendingu um, að ekki muni vanþörf á að endurskoða þýðinguna og bera gaumgæfilega saman við frumtextann) : „Authors, who are nationals of any of the countries of the Union, shall enjoy in cóuntries other than the countries of the origin of the work, whether unpublished or first published in a country of the union, the rights which the respective laws do now or may hereafter grant to natives, as well as the rights specially granted by the present convention". Samkvæmt þessu njóta þeir höfundar, sem eru þegnar (nationals) einhvers Bernarsambandslands í öðrum Bern- arsambandslöndum sömu verndar um óútgefin verk sín 139

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.