Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 14
(unpublished works) og innlendir menn og einnig um þau útgefin verk sín, sem fyrst eru útgefin (first published) í einhverju Bernarsambandslandi. Þá leiðir af ákvæðum 6. gr. 1. mgr. sáttmálans að höfundar, sem eigi teljast til neins af sambandslöndunum, en gefa verk sín fyrst út í einhverju þeirra njóta verndar sáttmálans. Segir svo í þessari grein: „Authors who are not nationals of one of the countries of the Union, and who first publish their works in one of those countries, shall enjoy in that country the same rights as native authors and in the other countries of the Union the rights granted by the present Convention". Skv. því, sem nú hefur verið rakið, er það fyrsti útgáfu- staður verks en ekki þjóðerni höfundar, sem ræður því, hvort útgefiö verlc nýtur verndar Bernarsáttmálans eða ekki. Höfundur, hvort sem hann er þegn Bernarsambands- landa eða ekki, nýtur verndar um verk sitt skv. Bernar- sáttmálanum, ef það er, og því aðeins að það sé, fyrst gefið út í einhverju Bernarsambandslandi. Þannig nýtur t. d. íslenzkur höfundur, sem fyrst gefur verk sitt út í Ameríku, ekki verndar Bernarsáttmálans, en amerískur maður, sem fyrst gcfur verk sitt út í Bernarsambands- landi nýtur hins vegar fullrar verndar skv. sáttmálanum. Af ákvæðum 6. gr. 1. mgr. sáttmálans leiðir því, að fjöldi verka samin af höfundum, sem ekki eru þegnar Bernarsambandslanda, eru varin í sambandslöndunum þ. á. m. Islandi. Eru það öll þau verk, sem gefin eru út fyrst eða samtímis (simultanously) í Bernarsambandslöndum, sbr. 4. og 3. tl. Bernarsáttmálans. Þannig mun megin- þorri bandarískra tónverka verndaður hér vegna sam- tímis útgáfu í einhverju Bernarsambandslandi. Einnig flest þau hugverk önnur, sem eitthvert gilcli hafa. 1 máli því, sem nú er á döfinni út af tónlistarflutningi á Keflavíkur- flugvelli, hefur þetta atriði geysimikla þýðingu eins og síðar verður vikið að. Fyrir hendi er íslenzkur dómur um þetta atriði, þ. e. dómur bæjarþings Reykjavíkur í málinu STEF gegn Hótel 140

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.