Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 25
að liitt iajóna láti sér síður annt um velferð barnsins né heldur, að það sé á nokkurn hátt ólíklegra til þess að ti'yggja því sómasamlegt uppeldi. Faðir óskilgetins barns, sem búið hefur með bárnsmóð- ur sinni og látið sér annt um barnið, getur ekki spornað við því, að móðirin samþykki ættleiðingu þess upp á sitt eindæmi. Þegar svona stendur á, sýnist engin sanngirni vera í því að leyfa öðru foreldri einungis að ákveða svo þýðingar- mikla ráðstöfun, sem ættleiðing er og rétt er að hafa í huga, að í reyndinni munu þau tilvik vera miklu fleiri, að einungis þurfi að leita samþykki annars foreldris, því að oftast mun barn, sem ættleitt er, annaðhvort vera óskil- getið eða afkvæmi foreldra, sem slitið hafa samvistir. A6 vísu gerir 2. mgr. 6. gr. laganna ráð fyrir, að leita skuli umsagnar þess foreldris, sem eigi þarf að samþykkja ættleiðinguna, áður en ákvörðun er tekin, en stjórnvald það, sem ættleiðingarleyfið veitir, sýnist geta metið það að vild sinni, hvort tekið er meira eða minna tillit til þeirrar umsagnar. Lögin verður væntanlega að skýra svo, að jafnvel það hjóna, sem foreldravald hefur eftir skilnað að borði og sæng, geti ákveðið ættleiðingu, enda þótt ættleiðingarleyfi yrði tæplega veitt í því falli gegn mómælum hins. Svo er að sjá, sem fyrirkomulag það, sem nú er á greiðslu fjölskyldubóta skv. lögum um almannatryggingar eigi nokkurn þátt í hinum ört vaxandi fjölda ættleiðinga. Fjölskyldubætur eru nú greiddar með öðru barni í hverri fiölskyldu og verða því meiri sem börnin verða fleiri, sbr. 1. mgr. 11. gr. 1. nr. 38/1953, sbr. og 30. gr. 1. nr. 50/1946. Skv. 31. gr. 1. nr. 50/1946 um almannatryggingar er með fjölskyldu átt við foreldra og börn þeirra yngri en 16 ára, þar með talin stjúpbörn og kjörbörn. 1 þessu sam- 151

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.