Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 26
bandi eru stjúpbörn talin þau ein, sem ekki eiga meðlags- skyldan föður á lífi. Setjum svo, að kona, sem átt hefur óskilgetið barn, giftist öðrum en barnsföður sínum og eignist í hjónabandi fieiri börn. Barn hennar, óskilgetið, er þá ekki talið til fjölskyldunnai’, þegar fjölskyldubætur eru greiddar. Það getur því verið að því nokkur fjárhagslegur ávinn- ingur fyrir fjölskylduna, að heimilisfaðirinn taki óskil- getið barn konu sinnar að sér sem kjörbarn. Að vísu kemur þetta varla til af þessum sökum, þegar móðir barnsins á rétt til greiðslu lífeyris með þessu barni sínu frá Tryggingarstofnuninni, skv. ákvæðum 8. gr. 1. nr. 38/1953, sbr. 27. gr. 1. nr. 50/1946. En sá réttur fellur niður, er þrjú ár eru liðin frá giftingu, sbr. 7. gr. 1. nr. 51/1951, sbr. og 2. mgr. 23. gr. 1. nr. 50/1946 og á þá móð- irin einungis aðgangsrétt að barnsföður sínum, en sá réttur er í mörgum tilfellum lítils virði eða einskis virði. Það, sem hér er sagt um móður óskilgetins barns á einnig við mut. mut. um fráskilda konu og raunar einnig ekkju, sem stofnar til hjúskapar á nýjan leik og hefur á framfæri sínu eitt eða fleiri börn af fyrra hjónabandi, sbr. 28. gr. 1. nr. 50/1946. Ættleiðingar eru orðnar mjög tíðar, þegar svipað er ástatt og í dæmi því, sem tekið er hér að framan og munu flestir þeir, sem þessum málum eru kunnugastir, vera ásáttir um, að von um fjárhagslegan hagnað eigi a. m. k. oft einhvern þátt í ákvörðuninni um ættleiðingu. Að sjálfsögðu geta fjölmargar aðrar ástæður komið til greina jafnframt, en sé það þessi hagnaðarvon, sem ríður baggamuninn og nærri liggur að halda, að svo sé í mörgum tilvikum, þótt sönnun um það atriði verði að vísu alltaf erfið, skilst mér, að miklu lengra sé gengið en til hefur verið ætlazt af löggjafanum, þegar réttarreglur um ætt- leiðingu voru settar, sbr. þá meginhugsun, sem fram kem- ur í 9. gr. laganna. Samkvæmt framansögðu vii’ðist svo, sem gildandi reglur um greiðslu fjölskyldubóta geti orðið mönnum hvöt til að 152

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.