Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 28

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 28
Einar Bjarnason, aðalendurskoðandi ríkisins: Norræna embættismannasambandið. (Nordisk Administrativt Forbund.) Árið 1919 kom út í Stokkhólmi smárit, sem hét „Det första nordiska administrativa mötet“. 1 riti þessu er frá því skýrt, að tímaritið „Frán svenska statsförvaltningen“ hafi vorið 1917 mælzt til þess, að embættismenn Norður- landa létu í Ijós álit sitt um það, hvort ekki væri rétt að gera einnig administrativum málum skil á lögfræðinga- mótum Norðurlanda. Þau álit, sem í ljós komu og birt voru í nefndu tímariti, sýndu mikinn áhuga fyrir þessu atriði. „Statsförvaltning- ens tjánstemannaförening“ í Stokkhólmi tók að sér fram- kvæmdir í málinu og sneri sér til sænsku, dönsku og norsku stjórnar norrænu lögfræðingafundanna og mæltist til þess, að þessum þætti yrði bætt við verkefni lögfræðingafund- anna. Félagsskapur þessi sendi þá jafnframt Centaralfor- eningen af Ministeriernes Embedsmænd og Assistenter í Kaupmannahöfn og Departemantsforeningen í Kristiania, beiðni um að veita máli þessu fylgi. Nú reyndust ann- markar á því að auka verkefni lögfræðingafundanna, og komu þá framannefnd stjórnarembættismannafélög sér saman um að koma á sérstökum mótum fyrir norræna administrativa embættismenn. Að tillögu félaga þessara voru settar nefndir árið 1918 til þess að hafa með hönd- um framkvæmdir. Þetta var á 4. ári fyrri heimsstyrjaldar- innar, og ýmsir erfiðleikar munu þá hafa verið á því að efna til allsherjarmóts norrænna stjórnarembættismanna. Var horfið frá slíku móti á því ári, en í júní 1918 sendi sænska undirbúningsnefndin norsku og dönsku nefndun- um boð um að koma til sameiginlegs fundar í Stokkhólmi í september 1918. Á fundi þessum bar danska nefndin fram 154

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.