Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Síða 32
landanna. Félagar eru taldir þeir dómarar, sem hafa um-
boðsstörf með höndum, en ekki hafa verið taldir í þeirra
hópi hérlendis borgardómari, borgarfógeti, sakadómari og
lögreglustjóri í Reykjayík og liæstaréttardómarar. 1 Sví-
þjóð og Finnlandi eru sérstakir dómstólar í administrativ-
um málum og dómarar í þeim eru félagar deildanna þar.
Stjórn íslcnzku deildarinnar skipa nú 9 menn. Stjórnin
er kosin á aðalfundi á hverju ári og velur hún úr hópi
sínum 5 manna framkvæmdanefnd og kýs formann og
ritara. Er þetta fyrirkomulag sniðið eftir því, sem er í
hinum Norðurlöndunum, en þar eru stjórnirnar þó fjöl-
mennari.
Kostnað þann, er leiðir af fundahöldunum eiga embætt-
ismennirnir að sjálfsögðu erfitt með að bera sjálfir að
öllu leyti, og reynslan hefur verið sú, að ríkisstjórnirnar
hafa víðast hvar styrkt félagsskapinn með fé, og hér hef-
ur forsætisráðherrann á hverjum tíma fúslega veitt fjár-
stuðnings til þess að sækja fundi erlendis og til fundahalda
hér, enda er þátttakan í félagsskapnum okkur tiltölulega
kostnaðarsömust vegna fjarlægðar.
Markmiði félagsskapar þessa þarf varla að lýsa. Per-
sónuleg kynni embættismanna á Norðurlöndum, sem svip-
uðum störfum gegna hver í sínu landi, eru hverjum manni
til liagsbóta og starfi hans um leið. Auk þess óbeina
ávinnings er allmikils virði hinn beini fróðleikur, sem
felst í fyrirlestrum á fundum sambandsins og í ritgerð-
um, sem birtast í tímariti þessu. TJtvegun gagna, sem
embættismennirnir þurfa á að halda frá öðrum löndum,
annast ritarar deildanna fúslega og greiðir það oft vel
fyrir afgreiðslu mála.
Síðastliðið sumar, 26. ágúst 1954, var haldinn stjórnar-
fundur í Oslo. Voru þar mættir af Islands hálfu undir-
ritaður formaður Islandsdeildar sambandsins, Baldur
Möller, stjórnarráðsfulltrúi, ritari hennar og Páll Hall-
gn'msson, sýslumaður. Frá Danmörku voru mættir 6,
Finnlandi 4, Svíþjóð 5 og Noregi 8 menn. Fundurinn stóð