Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 39
Ábuz-ðarverksmiðjan í Fél. ísl. iðnrekenda og taldi hún sig þar með falla undir hin almennu ákvæði kjarasamn- ings Iðju og Fél. ísl. iðnrekenda, en óskaði sérsamninga við Iðju um þau atriði, sem vörðuðu verksmiðjuna sér- staklega og ekki væri samið um í kjarasamningi Iðju og iðnrekenda. Iðja neitaði því hins vegar, að hún væri samn- ingsaðili um kaup og kjör ófaglærðra verkamanna Áburð- arverksmiðjunnar, þar sem þeir væru Dagsbrúnarmenn og um það hefði verið samið milli Iðju og Dagsbrúnar, að Dagsbrún færi með samninga vegna þeirra. Þetta hefði bæði Áburðarverksmiðjan og Fél. ísl. iðnrekenda vitað, er framlengdur var kjai'asamningui'inn 31. maí, og geti Áburðarverksmiðjan þegar af þeim ástæðum ekki fallið undir ákvæði nefnds samnings. Á þetta vildi Fél. ísl. iðn- rekenda og Áburðarverksmiðjan ekki fallast og gerðu kröfu til þess hvors tveggja, að áðurnefndur samningur Iðju og Dagsbrúnar um fyrirsvar vegna verkamanna í Áburðarverksmiðjunni yrði talinn andstæður kjarasamn- ingi Iðju og Félags ísl. iðnrekenda og að dæmt yrði, að Áburðarverksmiðjan félli sem félagi í Féh.ísl. iðnrekenda undir ákvæði kjarasamnings þess félags og Iðju. Það kom fram í málinu, að samkvæmt samþykktum Iðju var tilgangur félagsins, „að efla hag og menningu verksmiðjufólks og gangast fyrir félagssamtökum verk- smiðjufólks í atvinnugreinum skildum verksmiðjurekstri". Enn var það upplýst, að í Dagsbrún gátu verið verka- menn, ,,sem vinna við hvers konar framleiðslu" og „ekki taka laun samkvæmt samningum annarra viðurkenndra verkalýðsfélaga“. Þá lá það fyrir, að strafsmenn Áburðar- verksmiðjunnar voru allflestir ófaglærðir verkamenn og félagsmenn í Dagsbrún og tóku laun samkvæmt kjara- samningi milli þess félags og verksmiðjunnar, en enginn starfsmannanna var félagi í Iðju. Að þessu athuguðu þóttu samingar Iðju og Dagsbrúnar ekki þurfa að vera í ósam- ræmi við stefnumið og starfsháttu nefndra félaga; og þar sem Áburðarverksmiðjan hafði ekki gerzt félagi í Félagi ísl. iðnrekenda, er nefndur samningur var gerður, þótti 1G5

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.