Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 41
Frá bæjarþingi og sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur Nokkrir dómar frá árinu 1953. FJÁRMUNARÉTTUR: Krafa samkv. 7U. gr. laga nr. 93 frá 1933. Fyrningarfrestur. Á árinu 1946 seldi Ö. manni að nafni G. vörur nokkrar. Greiddi G. þegar nokkurn hluta kaupverðsins, en fyrir eftirstöðvunum samþykkti hann víxil með gjalddaga 10. des. 1946. Víxil þennan gaf Ó. út og seldi hann banka. Var víxillinn afsagður sökum greiðslufalls, en Ö. leysti hann síðan til sín 27. des. 1948. Hinn 7. janúar 1953 höfð- aði Ó. mál á hendur G. og krafði hann um greiðslu víxil- fjárhæðarinnar auk afsagnarkostnaðar og vaxta frá 10. des. 1946. Var krafa þessi byggð á 74. gr. víxillaganna. G. krafðist sýknu, þar sem hann taldi kröfu þessa fyrnda samkvæmt ákvæðum 1. tl. 3. gr. fyrningarlaganna nr. 14 frá 1905. Talið var, að fyrningarfrestur krafna eftir 74. gr. víxil- laganna væri 10 ár. Af viðskiptum aðiljanna væri ljóst, að G. myndi vinna höfuðstól víxilsins úr hendi Ó., ef fjár- heimta samkvæmt víxlinum félli niður. Var G. því dæmd- ur til að greiða Ó. víxilfjárhæðina ásamt vöxtum frá stefnudegi. (Dómur S. og Vd. R. 20/10 1953.) Ábyrgð banlca á úttekt innistæðu. Maður nokkur að nafni Ó. átti innistæðu í sparisjóðs- deild bankans L. hér í bænum, en Ó. var búsettur utan- bæjar. Nam innistæðan um kr. 10.000.00, og hafði aldrei verið tekið út af henni frá stofnun hennar á árinu 1941. 1 nóvembermánuði 1952 stal H. sparisjóðsbókinni frá ó. 167

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.