Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 43
Fébótaúbyrgð á Wcamstjóni. Hinn 12. júní 1949 var sjómannagleði í þorpi einu. Um nóttina urðu stimpingar við inngöngudyr samkomuhúss- ins og brotnuðu rúður í hurð. Starfsstúlka samkomuhúss- ins E. hlaut meiðsl af rúðubrotunum úr hurðinni. Krafði hún þá M. og Þ. um bætur. Sannað var, að þeir M. og Þ. höfðu báðir brotið rúður í hurð þarna í umrætt sinn, en ósannað var, frá hvoru rúðu- brotinu stafaði glerbrot það, er skaddaði E. Þeir M. og Þ. voru taldir bera in solidum ábyrgð á tjóni því, er E. varð fyrir í umrætt sinn af glerbrotunum. Dómur B.Þ.R. 18/3 1953.) Fébótaábyrgó vinnuveitanda. — MeSsök. Um vorið 1946 lét A. reisa vinnupalla á S—firði. Voru pallar þessir um 10 m. háir. Verkstjóri A. réði gerð pall- anna, en ekki var gerður uppdráttur að gerð þeirra. Meðal þeirra, er að pallasmíðinni uiinu, var H., sem var tré- smiður að iðn og var hann sá eini, er að smíðinni vann, sem hafði slíka þekkingu. 1 pallana var meðal annars not- aður borðviður, er áður hafði verið notaður í steypumót. Hinn 19. júní 1946 brotnaði þverslá ein, er H. stóð á, og féll hann og annar maður til jarðar og hlutu stórmeiðsl. 1 Ijós kom, að umrædd þversiá brotnaði um kvist einn, sem í henni var. H. krafði nú A. um skaðabætur. Talið var, að pallar þessir hefðu verið mjög veikbyggðir, en þverslá sú, er brotnaði, hefði átt að þola þunga manna þeirra, sem á henni stóðu, ef hún hefði verið ógölluð. Þar sem notaður var í pallinn viður, er áður hafði verið not- aður, bar forráðamönnum A. að gæta þess sérstaklega vel, að aðeins ógallaður viður væri notaður. Þessa virðist ekki hafa verið gætt og var A. því talinn bera fébóta- ábyrgð á tjóni því, er af hlauzt. Þar var talið ósannað, að H. hefði haft verkstjórn á hendi við byggingu pallanna, en þar sem hann væri eini trésmiðurinn þarna, bar honum 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.