Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Síða 44
sérstaklega að gæta þess, að aðeins ógallað efni væri notað,
en honum mátti vera ljóst, að pallarnir voru mjög veik-
byggðir. Var H. því talinn eiga nokkra meðsök.
Samkvæmt því var A. talinn bera fábótaábyrgð á %
hlutum, en H. sjálfur talinn verða að bera tjón sitt að Vs
hluta.
Dómur B.Þ.R. 29/5 1953.)
Fébótaábyrgð á verkum starfsuianna. — Umfer'ðahætta.
Að kvöldi þess 18. des. 1950 bilaði vatnsæð, sem liggur í
götu einni hér í bænum. Til þess að komast að lokunarhana
fyrir vatnsæðina, þurftu starfsmenn Vatnsveitu Reykja-
víkurbæjar að grafa holu í götuna um 15—20 cm. djúpa,
40—50 cm. breiða og 70—80 cm. langa. Ekkert hættu- eða
viðvörunarmerki var sett við holuna, en starfsmenn fóru
frá henni um nokkurn tíma meðan á viðgerð vatnsæðar.
innar stóð. Um þessar mundir ók K. bifreið sinni þarna.
Sá hann ekki holuna og lenti ofan í henni og skemmdi bif-
reið sína. Myrkur var á og rigning.
K. krafði nú bæjarsjóð um bætur vegna þessa.
Bæjarsjóður var talinn fébótaskyldur vegna tjóns þessa,
þar sem óforsvaranlegt hefði verið að hafa holuna án ör-
uggra viðvörunarmerkja.
(Dómur B.Þ.R. 8/5 1953.)
Spilaskuld. — ViSskiptabréf.
1 máli einu krafði G. mann að nafni H. um greiðslu á
skuld samkvæmt tveimur skuldaviðurkenningum, sem H.
hafði undirritað. Skuldaviðurkenningar þessar voru óhrjá-
lega ritaðar og tölum breytt.
H. viðurkenndi að hafa ritað skjöl þessi, en taldi, að
hér væri um spilaskuldir að ræða, sem honum bæri ekki að
greiða.
G. kvaðst hins vegar hafa keypt skuldaviðurkenningar
þessar af nafngreindum manni og skipti hann ekki máli,
170