Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Side 46
Var talið, að A. hefði öðlazt einkarétt til að nota nafnið H. á fiskverzlun sinni og öðrum aðiljum óheimilt að nota það á samskonar fyrirtæki. Samkvæmt þessu var S. skyld- aður til að afmá þetta nafn úr firmaskránni. (Dómur S.- og Vd. R. 12/1 1953.) Réttur löc/manns til málflutningsþóknunar. Að beiðni F. krafðist lögmaðurinn M. útburðar á manni einum úr íbúð þeirri, er hann bjó í. Var útburðarkröfunni hrundið bæði af fógetadómi og hæstarétti, þar sem kröfum var eingöngu beint að leigutaka, en ekki jafnframt að hús- eiganda. Að fengnum þessum málalokum var enn krafizt útburðar, en þeirri kröfu var nú hrundið á þeim forsend- um að réttur F. til íbúðarinnar væri niður fallinn. M. krafði síðan F. um greiðslu þóknunar fyrir flutning beggja þessara mála. M. var talinn eiga sök á göllum þeim, sem var á fyrra úburðarmálinu og þvi eigi eiga rétt til þóknunar fyrir flutning þess. Hins vegar var hann talinn eiga rétt á hæfi- legri þóknun fyrir flutning síðara málsins og til endur- greiðslu alls útlagðs kostnaðar. Dómur B.Þ.R. 14/2 1953.) Réttur til innheimtulauna. I-Iinn 8. des. 1951 varð G. fyrir meiðslum af völdum bif- reiðar eign H., en sú bifreið var dregin af bifreið eign K. Báðar bifreiðarnar voru vátryggðar hjá S. Forráða- maður S. tjáði G. í símtali, að S. myndi greiða honum full- ar bætur vegna slyss þessa og óskaði eftir því, að G. kæmi á skrifstofu S. til að ræða bótafjárhæðina. Nokkru síðar ritaði lögmaður G. bréf til S., þar sem bótafjárhæðin var tilgreind og ennfremur krafizt innheimtulauna. S. svaraði ekki bréfi þessu, en lagði sjálfa bótafjárhæðina í banka á nafn G. G. krafði þá H. og K. um greiðslu innheimtulaunanna. 172

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.