Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1954, Page 48
eigendur töldu fram tekjur sínar af rekstri þessum til skatts með öðrum einkatekjum sínum, en þeir áttu engir heimili á S—firði. Árið 1949 var félaginu S. gert að greiða útsvar til S—fjarðar. Eigendur S. mótmæltu útsvarsskyldu sinni, og kærðu útsvarsálagningu þessa til skattayfirvald- anna, sem staðfestu álagninguna. Bæjarsjóður S—fjarðar höfðaði nú mál til heimtu út- svarsins úr hendi eigenda S. Ekki var talið sannað, að atvinnurekstur þessi á S—firði hefði verið annar eða meiri, en ráð er gert fyrir í c-lið 9. gr. útsvarslaganna nr. 66 frá 1945. Var því hér. ekki um að ræða heimilisfasta atvinnustofnun á S—firði, og var eigendum S. því óskylt að greiða útsvar þar. (Dómur B.Þ.R. 12/6 1953.) Slcipting útsvars. — Gildi laga. Þann 10. marz 1950 ritaði bæjarstjórinn á S. bréf til borgarstjórans í R. Gerði hann þær kröfur, að S. yrði úr- skurðaður hluti af útsvari nokkurra sjómanna, búsettra í R., en höfðu verið lögskráðir á skip, gert út frá S. meira en 3 mánuði á árinu 1949. Var vísað til ákvæða 3. iiðar 9. gr. útsvarslaganna nr. 66 frá 1945 þessu til stuðnings. Umræddum mönnum var síðan gert að greiða útsvar til R. Er til átti að taka mótmælti R. skyldu sinni til að skipta útsvarinu með S. og bar fyrir sig ákvæði laga nr. 53 frá 1950, er felldu ákvæði 2. og 3. tl. 9. gr. útsvarslaganna úr gildi, en í 4. gr. laga nr. 53 frá 1950 er tekið fram, að þau lög gildi um álagningu útsvara á árinu 1950. S. taldi hinsvegar, að ákvæði laga nr. 53 frá 1950 hefðu ekki þýðingu, að því er þessar kröfur varðaði. Er samin hafi verið fjárhagsáætlun S. fyrir árið 1950, hafi verið gert ráð fyrir þessum tekjum, og R. síðan send skrá yfir þá gjaldþegna, þar sem hluti útsvars átti að renna til S. Fjárkrafan á hendur R. hafi því verið stofnuð áður en lög nr. 53 frá 1950 hafi öðlazt gildi, en það hafi verið

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.