Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Page 6
að gæta þcss, að halda sjálfstæði sínu gagnvart umbjóðend-
um sínum og má ekki fara eftir hans áliti nema það sam-
rýmst góðum lögmannssiðum og geti á engan hátt fellt
á hann sjálfan ábju'gð. Staðfesta hans að þessu leyti get-
ur kostað liann það, að verða sviptur málflutningsumboði
í einstöku máli, en á slíkt má lögmaðurinn eigi líta.
II. Það ræður af líkum, að fébótaábyrgð lögmanna muni
vera algcngust gagnvart umbjóðendum þeirra, þeim mönn-
um, sem þeir starfa fyrir. Alkunna er, að einn meginþátt-
urinn í starfi flestra lögmanna er að gefa mönnum ráð
um margvísleg efni, sérstaklega lögfræðileg og viðskipta-
leg. Það hlýtur oft að koma fyrir, að þau ráð, sem lögmað-
urinn gefur, rcynast ekki hin beztu og getur þá risið
spurning um hvort hann beri fébótaábyrgð á því tjóni,
sem ráðþiggjandinn hefir beðið við það að hlýða ráðun-
um. Illýtur þetta að fara mjög eftir atvikum. Islenzka
dóma um þetta efni þekki ég ekki, en hafa verður það í huga
við úrlausn þcssa, að lögmenn gera sér það að atvinnu og
talm oft fé fyrir að gefa slík ráð. Hafi þeir ekki þekkingu
á þeim málum, sem fyrir þá eru lögð, eiga þeir ekki að
gefa nein ráð.
Það virðist ljóst, að lögmaður fellir á sig fébótaábyrgð
ef hann viljandi gefur ráð sem skaða ráðþiggjandann eða
ef ráð hans mega teljast hrein fjarstæða, ennfremur ef
ráð hans byggjast á óforsvaranlegri vanþekkingu á réttar-
reglum t. d. fyrningarreglunum. Hins vegar virðist hæpið
að fébótaábyrgð falli á lögmann, enda þótt ráð hans reyn-
ist röng, ef ráðin byggjast eingöngu á mati hans á ákveðn-
um atriðum.
Þá þykij- rétt að líta á það, er lögmaður tekur að sér
ákveðna starfsemi fyrir viðskiptavin sinn, en verulegur
þáttur í störfum margra lögmanna eru allskonar samninga-
gei'ðir og miðlarastarfsemi. Hvílir þar sú skylda á þeim, að
gæta vel hagsmuna umbjóðenda sinna og að samningar
allir séu að lögum. Þykir rétt að rekja hér einn dóm hæsta-
réttar.
68