Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 13
mjög virðingarvert. Sýnast atvik geta hafa verið slík, að
rétt sé að lögmaðurinn sjálfur beri kostnaðinn.
Það er ljóst, að almennt fellir lögmaður ekki á sig fé-
bótaábyrgð þótt mál, sem hann flytur og hefir talið að
ætti að vinnast, tapist fyrir dómstólunum. Fébótaábyrgð-
in myndi fyrst koma til ef málið hreinlega tapaðist vegna
framkomu lögmannsins. Má sem dæmi nefna cf málinu
væri vísað frá vegna vanreifunar t. d. Hrd. XXIV bls. 262,
Hrd. XV bls. 244. Sama máli myndi gegna ef málið tapað-
ist vegna þess, að lögmaðurinn hirti ekki um að afla gagna,
sem liann vissi að voru til, málstað umbjóðanda hans til
stuðnings. Svipuðu máli virðist gcgna ef hann ber ekki
fyrir sig réttarfarsatriði, sem honum ber að gæta t. d.
fyrningu kröfu.
Hent getur það, að mál sé illa flutt að öðru leyti, en
slikt mundi naumast fella fébótaábyrgð á lögmanninn,
nema sannað væri að mál hefði tapast vegna þess, sem
sjaldgæft myndi vera, enda alkunna, að sjaldnast tapast
mál af þeim sökum einum.
III. Hér að framan hefir verið drepið á nokkur atriði
varðandi hina sérstöku fébótaábyrgð lögmanna, sem leiðir
af starfi þeirra.
Sumir munu segja að óþarfi sé að hugsa um slíkt. Lítið
hafi borið á slíkum málum og þeirra sé ekki að vænta. Á
slilít verður naumast fallizt. Það er ljóst að almenningi
er að verða mjög ljós sú vernd, sem fclst í fébótaskyldu
þeirra, sem fébótaábyrgð bera á verkum sínum eða ann-
arra. Er því full ástæða til að ætia að skaðabótamál á
hendur lögmönnum komi fram í ríkari mæli, en verið hefir
hingað til. Kemur þar og til hin mikla fjölgun lögmanna
á seinni árum. Ekki má þetta þannig skilja, að fjölgunin
hafi ill áhrif að þessu leyti sem slík, en það er mín trú
að þeim mun frekar sé hætta á mistökum. Þar til kemur,
sem megin máli skiptir, að ekki kemur til mála, að lögmcnn
skjóti sér undan þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. Það hlýt-
75