Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Page 16
Iendu og höfuðlands og gagnkvæmt um allt þjóðfélagið, en auðvitað hvergi utan þess þjóðfélags, þar sem þeir höfðu verið dæmdir. Þótt þú leitir með logandi ljósi í heimildum Islands og allra nálægra landa, finnur þú ekki nokkurn skapaðan hlut, er mæli því í gegn, að Grænland hafi verið nýlenda Islands nema litla orðið önnur (avnnor) í kap. 373 í Víg- slóða. Það er meðfram þess vegna, að ég hef valið mér að gera þennan kapítula og þann næsta á eftir að umtals- efni. 368. kapítulinn í Staðarhólsbók er um það, ef maður verður veginn á skipi, er menn fara út hingað, en eftir málvenju Grágásar merkir út hingað stefnuna frá hvaða útlandi sem er til svæðis Grágásar. Kap. 369 er um „er- lendis víg“, en erlendis víg var það, ef vár landi var veg- inn erlendis. Kap. 370 er um sókn erlendis vígs, ef það var vegið í veldum Noregs-, Dana-, eða Svíakonungs. Kap. 371 er um vörn erlendis vígs. Kap. 372 er um „Vesturlanda víg“, og fjallar um víg várra landa á Bretlandseyjum og í öllum löndum fyrir sunnan Danmörk. En saman við þenna kafla hefir afritari slengt öðrum kafla urn sár, drep, rán, fjörráð og áljótsráð erlendis og sókn þessara mála hér. Þarna virðist vera komin alveg tæmandi greinargerð fyrir vígum várra landa og skyldum afbrotum við þá í öllum útlöndum og á leið frá þeim út til gildissvæðis Grá- gásar, svo og sókn þeirra mála hér. Eftir að gengið hefur verið þannig frá þessu, komum við að kap. 373 í Staðarhólsbók, sem er með eyðu fyrir yfirskriftinni, en heitir í registrinu við Vígaslóða: „Vm víg á gröna landi“, og því næst komum við að kap. 374, sem einnig er yfirskriftarlaus, en heitir í registrinu: „Vm þat ef maðrr verðr secr a gröna landi“. Grænland var ekki í austur frá Islandi, og það laut eng- um konungi, og fellur því ekki undir það, að geta verið útland samkvæmt Grágás. 78

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.