Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Side 21
um, og það af því, að á Grænlandi vai' ekki hægt að gera nokkra gilda sátt nema að íslenzkum lögum. Frá Grænlandi gilda hér eklci aðeins sættir um víg várra landa (Islendinga og Grænlendinga), heldur og sættir um allar vígsakir, hverrar þjcðar, sem hinn vegni var, aðeins ef aðilar voru réttir. 1 sátt, gerðri á Grænlandi, þarf heldur ekki að undirskilja það, að hún gildi einnig á Islandi, því enga sátt er hægt að gera á Grænlandi án þess, að hún hafi einnig gildi á Islandi (sbr. kap. 374). Allir, sem um þetta mál hafa ritað, hafa verið sammála um það, að fyrirmælin í kap. 373 og 374 hafi gilt gagnhliða á Islandi og Grænlandi. Björn M. Olsen ]), sem var ekki lögfræðingur, áleit, að kap. 373 og 374 væri sáttmáli milli Islands og Grænlands, svarandi til millilandasáttmála nú um afhending glæpamanna. Knud Berlin1 2), sem enga þekkingu hafði á hinu forngermanska réttarkerfi, lítur á kaflana sem tilsvarandi sáttmálum nútímarikja um gagn- hliða framkvæmda dóma. Hvorugur færir rök fyrir sínu máli. Skoðanir Berlins og Ölsens falla saman í því, að kapí- tularnir séu sáttmáli. Samlíking þeirra til nútímans er þar á móti ólík. Afhending glæpamanna er gagnhliða greiði, sem gera má án sáttmála, og gerir ekkert inn- grip í fullveldisréttindi þjóðfélagsins. En framkvæmd er- lendra dóma er inngrip í fullveldisréttindi þess lands, þar sem dómarnir eru framkvæmdir. Framkvæmd erlendra dóma getur því ekki átt sér stað, og hefur aldrei átt sér stað án þess, að samningur hafi verið gerður um það, og að yfirvöld þess lands, þar sem dómurinn á að framkvæm- ast, hafi tekið hann gildan. 1 kap. 373 og 374 felst ekki önnur gagnkvæmni en al- mennt finnst í öllum forngermönskum lögum innanlands, 1) Skírnir, 84. árg., bls. 218. 2) Sjá Tidsskrift for Retsvidenskab, 1930, bls. 282 frh. 83

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.