Tímarit lögfræðinga - 01.04.1956, Blaðsíða 37
Greinargcrð
Vilhjálms Jónssonar ocj Sigtryggs Klemenzsonar.
Með bréfi dags. 25. maí 1956 frá umboðsmönnum lands-
lista Sjálfstæðisl'lokksins var kært yfir framboðum Al-
þýðuflokksins og framboðum Framsóknarflokksins við Al-
þnigiskosningarnar 24. júní n. k. og þess krafizt „að nefnd-
ir flokkar eða kosningabandalag þeirra hafi einn og sam-
eiginlegan landslista í kjöri við kosningarnar 24. júní n. k.
eða a. m. k. að þeim verði sameiginlega úthlutað uppbótar-
þingsætum, ef til kemur, svo sem um einn flokk sé að ræða“.
Umboðsmenn landslista Alþýðubandalagsins og Þjóð-
varnarflokks Islands lýstu yfir á fundi landskjörstjórnar
26. maí 1956, að þeir tækju undir kröfu umboðsmanna
landsh'sta Sjálfstæðisflokksins, vitnuðu til rökstuðnings
þeirra og kröfðust úrskurðar um kæruna..
Augljóst er að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn eru tveir sjálfstæðir stjórnmálaflokkar, sem starfað
hafa á landinu í áratugi án nokkurra skipulagslegra tengsla
sín á milli, og alkunna er, að hvor flokkurinn um sig hefur
sérstök flokkslög, stjórn og þjóðmálastefnu.
Flokkar þessir hafa hvor um sig lagt fram landslista með
nöfnum allra frambjóðenda sinna, undirritaða af stjórnum
flokkanna sbr. ákvæði 28. gr. kosningalaga nr. 80, 7. sept.
1942. Óvefengt er af kærendum, að framboð þessara flokka
séu formlega lögmæt og landslistar þeirra formlega rétt
fram borin.
Samkv. d-lið 31. gr. stjórnarskrárinnar og 28. gr. og 2.
mgr. 30. gr. kosningalaganna eiga flokkar þessir skýlaus-
an rétt til þess að hafa hvor sinn landslista í kjöri. Ber því
að taka landslista þessara flokka gilda og merkja þá samkv.
ákvæðum 39. gr. kosningalaga nr. 80, 7. sept. 1942 sbr. 1.
gr. laga nr. 66, 1953.
Hvorki lagaákvæði né efnisrök liggja til þess að úthluta
uppbótarþingsætum, ef til kemur, til þessara flokka svo
sem um einn flokk sé að ræða, enda kosningasamstarf það,
sem fyrirhugað er þeirra á milli hvergi bannað í lögum og
99