Tímarit lögfræðinga - 01.06.1957, Qupperneq 52
alclrei verið auglýst að bifreiðastöður væru bannaðar við
rauðmálaðar gangstéttarbrúnir.
Yar ákærður því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins
og málskostnaður lagður á rikissjóð.
(Dórtur sakadóms Rvk. 25. nóv. 1954).
Brot gegn gjaldevrislöggjöf. Skilaskylda á gjaldevri.
Hlutdeildarreglum alm. hegningarlaga beitt.
Ákærður A, þýzkur rikisborgari, er dvalizt hafði bér
á landi 8 ár og stundað kaupsýslu, varð uppvis að því,
að hann befði á árunum 1954 og 1955 selt hér ýmsum
mönnum samtals ca. 21000 þýzk mörk og ca. 1300 Banda-
rikjadollara. Dollarana kvað hann umboðslaun vegna
ýmissa viðskipta við bandarisk fyrirtæki, en mörkin kvað
hann að nokkru leyti umboðslaun, en að nokkru levti
jieninga, er hann liefði átt í Þýzkalandi og geymt þar
i banka.
A var ákærður fyrir brot gegn 1. mgr. 3. gr. laga nr.
88/1953 og 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 212/1953, en
ákvæðin banna verzlun með erlendan gjaldeyri. A var
ekki ákærður fyrir brot gegn 4. gr. laga nr. 88/1953, er
fjallar um skyldu til að skila erlendum gjaldeyri í banka.
Dómurinn taldi þó nauðsyn að taka afstöðu til þess at-
í iðis við mat á sök ákærðs. Komst bann að þeirri niður-
stöðu, að ákærðum A befði borið skylda til að skila öll-
um áðurnefndum gjaldeyri i islenzkan banka, enda yrði
A að teljast „hérlendur aðili“ í skilningi 4. gr. laga nr.
88/1953. í greininni mælir fyrir um slcyldu hérlendra
aðilja til að skila i banka öllum þeim gjaldeyri, er þeir
eiga eða eignast. I samsvarandi ákvæði reglugerðar nr.
212/1953 er kveðið á um skyldu til að skila gjalde}Tri
„sem hérlendir aðiljar eignast fvrir vörur eða þjónustu“.
Dómurinn taldi, að hér yrði að beita lagaákvæðum, en
98
Timarit lögfræöinga