Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 10
vallarhugtök refsiréttarins, svo sem sök og sakhæfi, með þeim rökum, að slík hugtölc væru byggð á frjáls- um vilja mannsins til að velja og hafna. Hin nýja vís- indahyggja leitaðist við að líkja rannsókn á afbrota- mönnum við rannsókn ólífrænna fyrirbæra í náttúr- unni. Af því leiddi, að gerðir manna hlutu að lúta svip- uðum orsakalögmálum og t. d. gangur reikistjarnanna á braut sinni umhverfis sólu. Sérhvert verk manns hlaut í eðli sínu að vera honum ósjálfrátt, vilji manns- ins aðeins hlekking. Athafnir urðu því afleiðing sam- ofins samsafns af áhrifum umhverfis, meðfæddra erfða- eiginda, uppeldis, sálarlífsþroska o. s. frv. Pósitivi skól- inn sótti það mjög fast að hljóta viðurkenningu sem vísindaleg rannsóknarstefna. í því skvni var nauð- hyggjan (determinismus) sett á oddinn í ströngustu mynd sinni, svo sem Schopenhauer lýsir henni (i enskri þýðingu): „Every man, heing Avhat he is and placed in the circumstances which for the moment ohtain, hut which on their part also arise hy strict necessity, can ahsolutely never do anything than just what at tliat moment he does do. Accordingly, tlie wliole course of a man’s life in all its incidents great and small is as necessarily predetermined as the course of a clock.“ Þrátt fyrir nokkra ofrausn við nauðhj’ggjuna varð þetta til þess að pósitívi skólinn lagði höfuðkapp á að komast fyrir orsakir afhrota í anda orða Francis Bacon: „Vere scire est per causas scire.“ Af framangreindu leiddi sumpart þá hugmynd pósi- tívistanna, að afbrotamaðurinn væri í ýmsum grund- vallaratriðum ólíkur hinum löghlýðna borgara. Ekki sízt þetta olli hinum mesta úlfaþyt. Nýir skólar, sumir með gagnólikar hugmyndir, komu fram á sjónarsviðið, enda 19. öldin öld stefnuslríða. Gegn pósitíva skólan- um var stefnt hinum svokallaða „I.yonskóla“ í Frakk- landi, er rannsakaði afhrot á félagsfræðilegum grund- velli. Brautryðjandi þeirrar stefnu var franski réttar- 72 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.