Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 18
gætu orðið til þess að siðari meðferð máls yrði ómerkt,
ef til áfrýjunar aðalmálsins kæmi.
Það kom hins vegar á daginn að kæruheimildir þóttu
ofnotaðar og þá einkum í því skyni að tefja mál sbr. t.
d. Hrd. XXVI—97 og 99 o. fl. Olli þetta ofl drætti á
málum, tímatöf fyrir dómendur og aðila og óþarfa
kostnaði. Því var það, að með hrl. 1962 voru kæru-
heimildir mjög þrengdar sbr. 21. og 3. 1. 61. gr. laganna.
I athugasemdum við frv. að hrl. 1962, er visað til frum-
varps að lögum um meðferð einkamála, sem oftar en
einu sinni (1955 og 1961) hefur verið lagt fyrir Alþingi.
Frv. þetta liefur að vísu ekki orðið að lögum, en ofan-
greind tilvísun ber þó með sér hver tilgangur 21. og
3. 1. 61. gr. hrl. er. Það sem hér skiptir helzt máli úr
greinargerðinni eru athugasemdir við XII. kafla frv.,
en þar segir á þessa leið:
„Meðan á máli stendur fyrir héraðsdómi, ber það oft
við, að upp rísa ágreinings- eða vafaefni, sem dómari
verður að skera úr með sérstökum úrskurði. Rís þá sú
spurning, bvort heimila eigi í lögum að skjóta slíkum
úrskurði sérstaklega til æðra dóms. Með þessari með-
ferð mælir það, að eigi þarf að taka málið upp aftur i
heild sinni, ef úrskurðinum er brej'tt í æðra dómi. Hins
vegar mælir það á móti þessari meðferð, að aðili eða
umboðsmaður aðilja, er tefja vill mál og vefja, getui,
ef sérstök kæra á einstökum úrskurðum er heimil, kraf-
izt úrskurðar um eitt og annað og kært úrskurðina
jafnharðan til Hæstaréttar og aflað sér á þann hátt
ólögmætra fresta og tafið málið. Árið 1690 var gefin
út tilskipun, sem bannaði sérstaka áfrýjun einstakra
úrskurða, sem kveðnir voru upp við málsmeðferð. Var
sú tilskipun á þeim rökum reist, að sumir málfærslu-
menn og einkum þeir, sem tekið liafa að sér röng mál
til flutnings, vilji eigi hlíta úi-skurðum dómaranna,
lieldur beiðast afrits af úrskurðunum til þess að draga
tímann og þreyta mótpartinn og láta stefna úrskurð-
80
Títnarit lögfræðinga