Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Qupperneq 19
unum fyrir yfirdómarann, er þeir hafa fenyið afritið,
en við þetta bæði eyðist lengri tími en þörf er á, og
mótparturinn verður fyrir meiri drætti og kostnaði.
í lögum nr. 85/1936 var vikið alveg af þeirri braul,
sem lögð var með tilskipuninni frá 1690, og heimilað
að kæra til Hæstaréttar einstaka úrskurði, sem kveðnir
eru upp meðan á málsmeðferð stendur fyrir héraðs-
dómi. En afleiðingin liefur orðið sú, að það, sem sagði
í tilsk. frá 1690, hefur reynzt enn eiga við. Eigi þykir
þó rétt að hverfa að því ráði að hanna kærur á einstök-
um úrskurðum með öllu, heldur liefur verið leitazt við
að takmarka heimildina og heimila kærumeðferð í
þeim tilvikum, þar sem hennar virðist helzt þörf. Eru
flest þeirra tilvika talin upp í 287. gr. frv., en svo sem
áður segir, hefur ekki þólt fært að heimila kæru á úr-
skurði, þar sem aðilja er synjað um frest, með því að
þar er hættan á misnotkuninni mest.“
Hér kemur ljóslega fram að horfið er aftur að megin
sjónarmiðum tilsk. 1690 og verður að hafa það í huga
þegar gildandi ákvæði eru skýrð. Rétt er þó að henda
á að i ofannefndri greinargei'ð segir að kæruheimild
sé veitt í þeim tilvikum er hennar sé mest þörf. 21. gr.
sýnir og að til eru úrskurðir sem lcæra má þótt þeir
séu grundvöllur síðari málsmeðferðar, shr. t. d. I. a og e
21. gr.
Hér má og nefna að I. liður 21. gr. hrl. er samhljóða
287. gr. greinds frv. að öðru en þvi, að i frv. var síð-
asti liður I á þessa leið: „12. Önnur atriði er segir i lög-
um þessum.“ í hrl. voru hins vegar felld úr gildi öll
ákvæði eml. um kæru, sbr. 61. gr. i. f.
Það kemur fram í 17., 20. og 21. gr. hrl., að skýr grein-
armunur er gerður á áfrýjnn annars vegar og kæru
hins vegar. Þessi munur kemur m. a. fram í því að
frestur til áfrýjunar er þrír mánuðir en til kæru 14
dagar. Því er það að þegar dómsathöfn er áfrýjað
samkv. 20. gr. er frestur þrír mánuðir frá lokum henn-
Tímarit lögfræðinga
81