Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 22
greinds óhapps til að sleppa við málssókn út af brotinu, sem dómarinn taldi varða 2. mgr. 9. gr. umfl. og 1. mgr. 27. gr. bifreiðalaga. Aðalstefnandi taldi hins vegar að hann ætti ekki sök á óhappinu þar eð hann hefði ekki ekið ógætilegar en eðlilegt mætti teljast. Hafi því ákeyrslan eingöngu verið óhappatilviljun, sem hann bæri ekki ábyrgð á. Talið var að með tilliti til aðstæðna við akstur aðalstefnanda og hraða bifreiðarinnar, þrátt fyrir þær aðstæður, hefði aðal- stefnandi ekki gætt þeirrar varúðar í akstri sínum sem af honum mætti krefjast og bar hann því ábyrgð á því tjóni sem af því hlauzt. Hins vegar þótti rétt að færa bótafjárhæð niður um helming með tilvísan til 2. mgr. 51. gr. sjómannal. Fjárkrafa aðalstefnanda í aðalsök var viðurkennd og var því dregin frá gagnkröfunni. Gagnstefnandi hafði viðurkennt að hafa framangreinda orlofsbók 1 sínum vörzlum, en hélt því fram að hann væri búinn að skila henni. Þessu mótmælti aðalstefnandi. Gagnstefnandi hafði ekki fært sönnur að því, að hann hafi afhent umrædda orlofsbók, en sönnunarbyrðin var á hann lögð að þessu leyti, og var því krafa aðalstefn- anda tekin til greina að því er þetta atriði varðaði. Dómur Bþ. R. 18. júní 1957. Skaðabætur utan samninga. — Dánarbætur. 1 máli sem hjónin G. og L höfðuðu gegn E og S voru málavextir þeir í stuttu máli, að lítil telpa, dóttir þeirra hjóna, varð fyrir bifreið, sem var eign stefndu, og beið samstundis bana. Var lögð óskipt bótaábyrgð á stefnu í máli þessu. Kröfur stefnanda i málinu voru þannig sundurliðaðar: 1. Utfararkostnaður ................... kr. 3.617.50 2. Frágangur leiðis ..................... — 4.668.00 3. Atvinnutjón stefnanda G .............. — 2.562.75 84 Timcirit logfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.