Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 30
ins og mun hann hafa hlotið af hrunasár á báðum kálf- um. Skömmu síðar kom hjúkrunarkonan og fjarlægði hitapokana. Stefnandi reisti dómkröfur sínar á því að vegna mis- taka starfsfólks Sjúkrahúss Hvítabandsins hafi hann skaðbrennst á fótum. Reykjavíkurborg reki sjúkraliús þetta og beri því fébótaábyrgð á skaðaverkum starfs- manna sjúkrahússins. Þá taldi stefnandi að af hálfu lækn- isins hafi skort eftirlit með umhúnaði hans eftir skurð- aðgerðina, enda hafi starfsfólk sjúkrahússins að þessu leyti verið undir stjórn læknisins og beri því læknirinn einnig fébótaáhyrgð á því, hvernig til tókst. Stefnandi taldi sig hafa orðið óvinnufæran vegna brunasáranna 5 mánuðum lengur eftir uppskurðinn en efni stóðu til og hyggði hann kröfur sínar á atvinnutjóni og hótum fyrir þjáningar og lýti. Borgarsjóður krafðist sýknu í fyrsta lagi á því, að ekki geti verið um skaðabótaskyldu að ræða þótt læknis- aðgerð takist ekki eins og til var ætlazt. Megi liverjum sjúklingi, sem undir læknisaðgerð gangi vera þetta ljóst. Þessu til stuðnings benti lögmaður borgarsjóðs á 13. kap. mannhelgisbálks Jónsbókar. 1 öðru lagi reisti borgar- sjóður sýknukröfu sína á því að hann beri ekki ábyrgð á aðgerð þeirri, sem hér um ræðir, þar eð læknirinn, sem framkvæmdi hana hafi ekki verið starfsmaður horg- arinnar, né hafi tekið laun frá horgarsjóði. Læknirinn krafðist sýknu á þeim grundvelli, að í fyrsta lagi hafi ekki verið um nein mistök að ræða hjá honum eða skort á eftirliti. Þegar hann hafi beðið um að hita- pokar og teppi yrðu sett i rúm stefnanda, hafi það ver- ið fyrirskipun um nauðsynlega framkvæmd og liður i hjúkrun sjúklingsins eftir skurðaðgerðina. Fyrirspurn- inni hafi hann beint til hjúkrunarkonu sjúkrahússns og mátt treysta þvi að hún yrði framkvæmd á réttum tíma og á réttan liátt. 1 öðru lagi byggði læknirinn kröfu sína á því, að hann beri ekki bótaábyrgð vegna skaðaverka 92 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.