Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 32
samband milli hans og hjúkrunarkonuimar, þrált fyrir áðurgreind fyrirmæli hans til hennar, að rétt væri að hann bæri ábyrgð á starfi hennar að því leyti. Var því læknirinn sýknaður af kröfum stefnda. ósannað var talið að stefnandi hafi beðið atvinnutjón vegna brunasáranna en honum voru dæmdar 20 þús. í bætur fyrir þjáningar og lýsti úr hendi borgarsjóðs, ásamt málskostnaði. Dómur Bþ. R. 17. apríl 1957. Víxilmál. — Framsal. Sýkna. A lögfræðingur höfðaði mál gegn B til greiðslu víxils. Víxillinn var gefinn út af C og samþykktur af D til greiðslu í Iðnaðarbankanum, en á honum var B ábeking- ur. Stefnandi kvað málavexti þá, að hann hefði í júní- mánuði 1955 keypt af Iðnaðarbanka Islands nokkra „vafa- sama víxla“ og hefði umstefndur víxill verið þar á meðal. Iðnaðarbankinn hefði með stefnu útgefinni 4. april 1955 höfðað mál C útgefanda víxilsins, en ekki stefnt öðrum víxilskuldurum. Var dómur á hendur C, þar sem hann var dæmdur til greiðslu víxilsins framseldur A með árit- un á endurrit dómsins. Jafnframt varð samkomulag um að A fengi jafnframt framseldar kröfur allar samkv. víxlinum, er Iðnaðarbankinn ætti. Víxillinn var þá í vörzlu borgardómaraembættisins, en með leyfi Iðnaðar- bankans fékk stefnandi víxilinn lánaðan úr skjalasafni borgardómaraembættisins og höfðaði mál gegn B með stefnu útgefinni 30. ágúst 1955, en það mál var hafið 7. febrúar 1956. Stefnandi höfðaði þá þetta mál og byggði kröfur sin- ar alfarið á víxlinum. Stefnandi B krafðist sýknu og byggði hana í fyrsta lagi á því, að stefnandi hafi aðeins fengið framseldan dóm Bæjarþings Reykjavíkur í máli því, er Iðnaðarhank- inn höfðaði gegn útgefanda víxilsins, enda heri endurrit 94 Tímarit lögfrædinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.