Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Síða 38
rituðum aðvart, ef þeir fá ekki fundarboð í pósti. Einn-
ig er nauðsynlegt að tilkynna breytingar á heimilisfangi.
Almennir félagsfundir, sem haldnir voru á starfs-
árinu, tókust prýðilega.
Á hinum fyrsta þeirra flutti Gaukur Jörundsson, full-
trúi yfirborgardómara erindi um: „Eignarnám og tak-
markanir á eignarréttindum". Erindi Gauks er birt ó-
breytt í þessu tímariti 2. tbl. árg. 1964. Að fyrirlestrinum
Ioknum flutti próf. Ármann Snævarr fyrirlesaranum
þakkir fyrir stórfróðlegt erindi um yfirgripsmikið og
vandasamt efni. Urðu síðan stuttar umræður um fund-
arefnið. Tóku þeir próf. Ármann Snævarr og Þór Vil-
lijálmsson, borgardómari þátt i þeim auk fyrirlesarans.
Á öðrum fundi var til umræðu efnið: „Aðkallandi
endurbætur á réttarfari, dómstólaskipan og aðbúnaði
að dómurum“. Framsögumenn voru þrír, þeir dómara-
fulltrúarnir Magnús Thoroddsen og Jón Finnsson og
Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lirl. Héldu þeir stutt er-
indi. Verður nú drepið á nokkur helztu atriði, sem komu
fram við umræðurnar, en rúmsins vegna verður að
sleppa mörgum athyglisverðum tillögum og athuga-
semdum.
Magnús Thoroddsen tók fvrstur til máls. Kom hann
víða við. Ræddi hann einkum aðstöðu undirréttardóm-
ara í Rvík. Hann gagnrýndi aðbúnað dómara að því
er varðar laun, liúsnæði, aðstöðu varðandi skrifstofu-
fólk, bókanir við vitnaleiðslur o. fl. Þá taldi hann for-
ystu dómsmálaráðuneytisins hafa brugðizt í ýmsum
málum. Hann deildi á pólitískar veitingar dómara-
embætta. Kom hann fram með ýmsar tillögur til úr-
bóta o. fl.
Næstur talaði Jón Finnsson. Hann ræddi sérstaklega
aðstöðu héraðsdómaraembætta utan Rvikur. Kvað hann
æskilegt að greina í sundur framkv.vald og dómsvald
utan Rvíkur á svipaðan hátt og gert er í höfuðborginni.
100
Tímarit lögfræðinqa