Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 42
aði greiðlega. Eftirtaldir fundarmenn tóku þátt í um- ræðunum: Dr. jur. Gunnlaugur Þórðarson, Björn Frið- finnsson, fulltrúi yfirborgardómara, Gunnar Jónsson, stud. jur., Þór borgardómari Vilhjálmsson, Jón Þor- móðsson, stud. jur., Magnús Thoroddsen, fulltrúi vfir- borgardómara og próf. Ármann Snævarr, sem hóf um- ræðurnar með stuttu yfirliti yfir meginatriði fundar- efnisins. Umræður fóru fram á ensku. Formannsskipti og aðrar breytingar á stjórn. Á aðalfundi félagsins 28. des. 1965 baðst próf. Ár- mann Snævarr undan endurkjöri sem formaður. Einnig gat liann þess, að þeir Benedikt Sigurjónsson, hrl. og Einar Arnalds, hrd.liefðu óskað eftir að hverfa úr stjórn- inni. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, alþingismaður var (eftir tillögu fráfarandi stjórnar) kosinn fórmaður fé- lagsins og Þórður yfirsakadómari Björnsson varafor- maður. Eftirtaldir menn voru kosnir meðstjórnendur: Árni Gunnlaugsson, hrl., Arnljótur Björnsson, hdl., Ein- ar Bjarnason, ríki'sendui-skoðandi, Guðmundur Jónsson, borgardómari og Theodór B. Líndal, prófessor. Prófessor Ármanni Snævarr, liáskólarektor, voru þökkuð afburðagóð störf í þágu félagsíns, en hann hef- ur gegnt formennsku frá upphafi. Var próf. Ármann einn helzti hvatamaður að stofnun félagsins árið 1958 og er vafasamt að nokkuð hefði orðið úr félagsstofnun þá, ef ekki hefði komið til frumkvæði hans. Þeir Jóhannes Helgason, háskólaritari, Jón Finnsson, dómarafulltrúi og Ólafur W. Stefánsson, stjórnarráðs- fulltrúi voru kosnir aðalfulltrúar félagsins í fulltrúaráð Bandalags háskólamanna. Arnljótur Björnsson. 104 Timarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.