Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 43
Frá Dómarafélagi íslands árin 1964 og 1965 Á aukaaðalfundi Dómarafélags íslands í nóvember 1964 var gerð breyting á skipulagi félagsins og ný fé- lagslög samþykkt. Skiptist félagið nú í tvær deildir: 1. Dómarafélag Reykjavíkur, en í því eru allir dóm- arar í Reykjavík, saksóknari ríkisins og hæstaréttar- ritari, og 2. Sýslumannafélagið en i því eru sýslumenn, bæjar- fógetar, lögreglustjórar og tollstjórinn í Reykjavik. Formaður og varaformaður hvorrar deildar skipa aðalstjórn félagsins auk formanns, sem kosinn er á að- alfundi sameiginlega af báðum félagsdeildum. Aðai- fund skal nú lialda árlega, en áður var hann haldinn annaðhvort ár. Við formannskjör baðst Páll Hallgrímsson sýslumað- ur, sem verið hafði formaður undanfarin ár, eindregið undan endurkosningu. Var Hákon Guðmundsson yfir- borgardómari kosinn formaður, en auk hans tóku sæti í félagsstjórninni Páll Hallgrimsson sýslumaður, foi- maður Sýslumannafélagsins, Þórður Björnsson yfir- sakadómari, formaður Dómarafélags Reykjavíkur, Bjarni K. Bjarnason borgardómari og Torfi Hjartarson tollstjóri. Aðalfundur Dómarafélags Islands árið 1965 var hald- inn dagana 21.-—23. október. Meðal gesta við fundarsetningu voru Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra, ráðuneytisstjórarnir Baldur Möller og Hjálmar Vilhjálmsson og formaður Lögmannafélags Islands, Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlögmaður. Tímarit lögfræðinga 105

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.