Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Page 43
Frá Dómarafélagi íslands
árin 1964 og 1965
Á aukaaðalfundi Dómarafélags íslands í nóvember
1964 var gerð breyting á skipulagi félagsins og ný fé-
lagslög samþykkt. Skiptist félagið nú í tvær deildir:
1. Dómarafélag Reykjavíkur, en í því eru allir dóm-
arar í Reykjavík, saksóknari ríkisins og hæstaréttar-
ritari, og
2. Sýslumannafélagið en i því eru sýslumenn, bæjar-
fógetar, lögreglustjórar og tollstjórinn í Reykjavik.
Formaður og varaformaður hvorrar deildar skipa
aðalstjórn félagsins auk formanns, sem kosinn er á að-
alfundi sameiginlega af báðum félagsdeildum. Aðai-
fund skal nú lialda árlega, en áður var hann haldinn
annaðhvort ár.
Við formannskjör baðst Páll Hallgrímsson sýslumað-
ur, sem verið hafði formaður undanfarin ár, eindregið
undan endurkosningu. Var Hákon Guðmundsson yfir-
borgardómari kosinn formaður, en auk hans tóku sæti
í félagsstjórninni Páll Hallgrimsson sýslumaður, foi-
maður Sýslumannafélagsins, Þórður Björnsson yfir-
sakadómari, formaður Dómarafélags Reykjavíkur,
Bjarni K. Bjarnason borgardómari og Torfi Hjartarson
tollstjóri.
Aðalfundur Dómarafélags Islands árið 1965 var hald-
inn dagana 21.-—23. október.
Meðal gesta við fundarsetningu voru Jóhann Hafstein
dómsmálaráðherra, ráðuneytisstjórarnir Baldur Möller
og Hjálmar Vilhjálmsson og formaður Lögmannafélags
Islands, Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlögmaður.
Tímarit lögfræðinga
105