Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Blaðsíða 47
dómstólunum, en óháðir dómendur eru einn af horn-
steinum hvers réttarrikis.
Ogsvo vikið sé að þátttöku héraðsdómaranna í stjórn-
málabaráttunni, þá er ég þeirrar skoðunar, að hún sé
fjarri því að vera æskileg. Henni fylgja og ýmsir ann-
markar, eins og sjá má af því, að verði dómari ráð-
herra, getur það eins og lögum nú er háttað hér, leitt til
þess, að í stærstu dómaraembættum landsins sitji árum
saman settir dómarar, sem eigi það yfir höfði sér að
verða þá og þegar að skipta um sæti. Slík aðstaða er
ekki löguð til þess að lvfta dómarastétt landsins í sjálf-
stæðan og óháðan sess. Annars staðar, t. d. í Danmörk,
eru skýr fj'rirmæli um það, hve lengi settur dómari má
sitja í dómaraembætti. Er aðalreglan sú, að sá tími megi
ekki vera lengri en eitt ár, en þó er heimilt að fram-
lengja þann tíma, um eitt ár i senn, í þrjú ár, sem er
hámark.
I þessu sambandi má einnig benda á það, að eigi get-
ur það heldur talizt viðunandi skipan, að kveðja þurfi
til dómsetu í Hæstarétti, vegna eðlilegra forfalla fastra
dómara þar, og til þess að afgreiðsla mála þar fyrir
dómi geti gengið með nauðsynlegum hraða — menn,
sem að aðalstarfi sitja í öðrum embættum en dómara-
embættum. Skiptir eigi máli þótt þeir séu í alla staði
hinir hæfustu menn, því eins og forseti Hæstaréttar Nor-
egs, Terje Vold, hefur sagt, þá verður að gera þá kröfu
til ríkisvaldsins, að dómstólar landsins hafi á að skipa
svo mörgum föstum dómurum, að þeir komist yfir að
dæma þau mál, sem úrlausnar bíða hverju sinni. Það
var þó að vísu ekki fyrr en árið 1939, að sú skipan
komst á í Hæstarétti Noregs. í lögmannsréttunum
norsku dæma hins vegar enn oft og einatt settir dómar-
ar, en af hálfu norskra dómarasamtaka er markvisst
unnið gegn slíku fyrirkomulagi, þótt sú barátta hafi
eigi enn borið fullan árangur.
Þessi atriði, sem ég nú hef minnzt á ásamt mörgum
aBuiQæjJfíoj juaunj
109