Tímarit lögfræðinga - 01.06.1965, Side 49
nú fer fram að tilhlutan hæslv. dómsinálaráðlierra á al'-
greiðslu og fjölda dómsmála um land allt, að geta gefið
miklar upplýsingar.
Allt þetta þarf að sjálfsögðu að íhuga vel áður eíi
horfið væri að hreytingum á núgildandi dómstólaskip-
an, og vel þarf að varast, eins og áður sagði, að miða
þar við stundarástand. í því samhandi væri og ástæða
til að taka til íhugunar, og jafnvel endurskoðunar þá
skipan dómstóla, sem upp hefur verið tekin hér í
Revkjavík. Að minni hyggju má margt að þeirri skipl-
ingu finna. Skal ég þó ekki lengja mál mitt með því
að fara út í þá sáhna að sinni. Ég get þó ekki stilit
mig um að nefna eitt atriði í því sambandi, sem lítur
þó meira að framkvæmd en skipulagi, en það er þjálf-
un og undirhúningsmenntun dómaranna.
Sú hefur orðið reyndin á hér í Reykjavík, að til full-
trúa veljast yfirleitt ungir menn, sem koma beint frá
prófborðinu. Þar starfa þeir svo við afgreiðslu þeirra
mála er falla undir hvert embættanna — sakadómara
— borgardómara eða borgarfógetaemhættið, og ilend-
ast svo við nokkuð einhæf dómsmálastörf, þangað til
þeir liljóta dómarastöðu í sömu grein dómsmálanna, ef
þeir hafa þá ekki áður hrökklast hurt úr þjónustu rík-
isins vegna óviðunandi launakjara samanborið við það,
sem hægt er að fá annars staðar. Er það efni í langan
lestur, að rekja launamál íslenzkrar dómarastéttar og
lögkjör dómara. En út í það skal þó ekki farið að
sinni.
Með þeim hætti, sem nefndur var, fara hin ungu
dómaraefni á mis við þá alhliða dómaraþjálfun, sem
völ væri á, ef dómstóll sá, er þeir starfa við hefði víð-
ara verksvið. Þetta fyrirkomulag tel ég að taka þurfi
til endurskoðunar — um leið og að því yrði horfið, að
breyta sjálfri dómstólaskipaninni, — því þjálfun og
undirbúningsmenntun þeirra manna, sem síðar skipa
föst dómaraembætti, skiptir að sjálfsögðu mjög miklu
Tímarit lögfræðinga
111