Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 13
arlög nr. 53/1966, lög nr. 11/1973 um framkvæmd eignarnáms og lög nr. 40/1978 um tekjuskatt og eignaskatt, en öll þessi lög hafa að geyma tiltölulega ítarleg ákvæði um málsmeðferð hjá stjórnvöldum. I þessum tilvikum er um það að ræða, að stjórnvöld taka ákvarðanir, er varða réttindi og/eða skyldur borgaranna. En það eru fleiri svið stjórnsýslunnar, þar sem slíkar ákvarðanir eru teknar, án þess að til séu nokkrar skráðar lagareglur um málsmeðferðina. Nægir í því sam- bandi að nefna útgáfu á ýmiss konar leyfum. Oftast er ekki að finna neinn lagabókstaf um það, hvort stjórnvald skuli rökstyðja synjun um leyfi, sé þess sérstaklega óskað, hvort stjórnvaldi sé skylt að veita umsækjanda aðgang að upplýsingum er synjunin byggist á o.s. frv. Af þessu má í fljótu bragði draga þá ályktun, að settar laga- reglur um málsmeðferð hjá stjórnvöldum séu tilviljanakenndar og alls ófullnægjandi. 3.4 Óskráðar stjórnarfarsreglur. Einhverjir kynnu að segja, að til væru óskráðar stj órnarfarsreglur, er kæmu að öllu leyti í stað skráðra réttarreglna. Þetta er því miður alger óskhyggja. 1 fyrsta lagi er mér ekki kunnugt um, að til séu óskráðar réttarreglur í íslenskum stj órnarfarsrétti um þau álitaefni, er ég drap á nú rétt áðan. Að vísu telur Ólafur Jóhannesson í fyrr- greindu riti sínu um stjórnarfarsrétt, að stjórnvaldi sé ekki skylt að rökstyðja synjun um leyfi nema um það séu bein fyrirmæli í lögum. Ég er þeirrar skoðunar að þetta hafi hugsanlega breyst á þeim 25 árum, sem liðin eru, frá því að þessi orð voru rituð. Vísa má því tii stuðnings til stjórnsýsluvenju, sem virðist vera að festast í sessi, svo og ýmissa nýsamþykktra laga, t.d. byggingarlaga nr. 54/1978, nánar tiltekið 8. gr. 4. mgr. I öðru lagi er alls ekki víst, að farið sé eftir svonefndum óskráðum stjórnarfarsreglum. Flestir, ef ekki allir, virðast sammála um, að samkvæmt íslenskum lögum megi enginn taka þátt í meðferð máls í stjórnsýslunni, ef úrslit málsins varða ein- staklega og verulega hagsmuni þess hins sama. Þessi ótvíræða réttar- regla hefur verið margbrotin í íslenskri stjórnsýslu, þrátt fyrir þá hættu sem slíkt hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með sér. Dæmi þessa eru mýmörg og þjónar litlum tilgarigi að tíunda þau hér á þess- um vettvangi. Liggur nærri að álykta sem svo, að slík réttarregla, sem flestir hlutaðeigandi virðast kæra sig kollótta um, sé í raun og veru harla lítils virði. 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.