Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 14
4. STAÐA ALMENNINGS GAGNVART STJÓRNSÝSLUNNI. EFTIRLIT MEÐ STJÓRNVÖLDUM. 4.1 Breytt viðhorf. Af framansögðu er ljóst, að mjög skortir á réttaröryggi í íslenskri stjórnsýslu. Ekki er von, að borgararnir kunni skil á því, hvað rétt er og rangt við einstakar stjórnarathafnir, þegar embættismennirnir hafa oft og tíðum óljósar hugmyndir um það. Stjórnkerfið er og þannig uppbyggt, í samræmi við það sem áður tíðkaðist, að það þjónar fyrst og fremst hagsmunum stjórnarherranna, ef kalla má ráðherra og stjórnendur opinberra stofnana því nafni. Síður hefur verið hugsað um réttindi hinna almennu borgara, heldur hefur það nánast verið la'gt í vald hvers og eins embættismanns hvort og þá hve mikið tillit hann sýndi þeim er hann ætti skipti við. Hér á landi hefur almenn- ingur að mestu leyti tekið þessu þegjandi, ef frá eru taldir einstaka nöldrarar og sérvitringar. Þetta hefur þó nokkuð breyst á allra síð- ustu árum, líklega vegna erlendra áhrifa. Dagblöðin hafa eflaust átt stóran þátt í þessari breytingu, þótt mjög sé undir hælinn lagt, að þau mál, sem þar eru tekin til umfjöllunar, séu þess virði, að þau séu blásin upp, meðan önnur, miklu alvarlegri mál, liggja í þagnar- 'gildi. 4.2 Aðhald dómstóla á sviði stjórnarfars. Það, sem eflaust hefur aftrað almenningi frá því að leita réttar síns gagnvart hinu opinbera, er sú staðreynd, að hér á landi fyrirfinnst enginn sjálfstæður aðili, algerlega óháður stjórnsýslunni, sem ætlað er að hafa eftirlit með stjórnvöldum, annar en hinir almennu dóm- stólar. Sú leið að skjóta máli til úrlausnar dómstólanna er kostnaðar- söm og seinvirk, og jafnframt nokkuð framandi hinum almenna borg- ara. Þrátt fyrir þetta virðist þeim dómsmálum fara fjölgandi, þar sem bornar eru brigður á stj órnarathafnir eða stjórnvaldsfyrirmæli. 1 þessu sambandi má nefna tvo nýlega dóma úr bæjarþingi Reykja- víkur, þar sem stjórnvaldsákvarðanir voru lýstar ógildar, þótt miklir fjárhagsmunir væru í húfi í báðum tilvikum. Fyrra málið snerist um útreikning á innlögðu skyldusparifé hjá Húsnæðismálastofnun ríkis- ins. Dómur í málinu var kveðinn upp hinn 9. febrúar 1978. Var sá útreikningur stofnunarinnar, sem stuðst hafði verið við um árabil, talinn ólögmætur og krafa stefnanda tekinn til greina að hluta. Síðara málið varðaði samþykkt varðlagsnefndar um verslunarálagningu. Dóm- ur í þessu máli var kveðinn upp hinn 23. janúar 1979, og var ákvörðun 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.