Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 25
ins eru síðan tíundaðar undantekningarnar frá þessari almennu reglu, samtals í 10 liðum, og auk þess er heimilt að undanþiggja frekar ýmis skjöl. Annar kafli frumvarpsins fjallar um aðgang málsaðila að upplýs- ingum. Ákvæðin eru í þremur greinum, 9.—11. gr., og þar af fjallar sú 11. um tjáningar- og umsagnarrétt aðila, sem annar frummælandi í dag mun fjalla sérstaklega um. Rétt þykir að birta hér greinarnar orðrétt: II. KAFLI Um aðgang málsaðila að upplýsingum. 9. gr. — Aðilum máls er heimilt að kynna sér skjöl, sem 2. gr. nær til, þrátt fyrir ákvæði 3.—4. gr. Þetta er þó ekki heimilt, ef hagsmun- ir aðila af því að notfæra sér vitneskju úr skjölum málsins þykja eiga að víkja fyrir ríkari almanna- eða einkahagsmunum. Nú á þetta aðeins við um hluta skjala og á aðili þá rétt á að kynna sér það að öðru leyti. Ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki skyldu til að veita málsaðilum upplýsingar, sbr. þó 1. mgr. Nú varðar það aðila miklu að fá afrit eða ljósrit af málsskjölum til þess að gæta hágsmuna sinna og skal þá orðið við beiðni hans að svo miklu leyti, sem það samrýmist 1. mgr. 10. gr. — Nú fer aðili máls fram á að fá að kynna sér skjöl meðan mál er til meðferðar og skal þá afgreiðslu þess frestað, uns aðili hefur kynnt sér skjölin, enda beri lögum samkvæmt að verða við beiðni hans. Afgreiðslu máls skal þó ekki frestað, ef sérstakir almanna- eða einka- hagsmunir mæla gegn því. 11. gr. — Ef því verður við komið, skal stjórnvaldshafi sá, er mál hefur með höndum, vekja athygli aðila á því, að mál hans sé til um- fjöllunar hjá stjórnvaldsstofnun, nema ljóst sé, að hann hafi fengið vitneskju um það fyrirfram. Aðili getur hvenær sem er krafist þess, að afgreiðslu máls sé frest- að, uns hann hefur gert grein fyrir afstöðu sinni. Heimilt er að setja aðila ákveðinn frest til að láta umsögn í té. Ákvæði 2. mgr. 10. gr. gilda þó eftir því sem við á. Mér þykir 9. og 10. gr. frumvarpsins góður grunnur til að byggja á, en ljóst er, að hér er aðeins um rammagreinar að ræða, og því er mörgum atriðum ósvarað. Þess vegna verður að beita fyllingar- og túlkunarreglum í ríkum mæli. Ef við lítum ögn nánar á ættleiðingar- 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.