Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 26
dæmið, sem ég nefndi hér að framan, þarf í fyrsta lagi að kanna, hvort pilturinn eigi sjálfstæða aðild að málinu, eða hvort lögráða- maður hans eða lögmaður þurfi að koma fram fyrir hans hönd. Hér var um 17 ára pilt að ræða, eins og áður er greint. Talið var í dóms- málaráðuneytinu, að sjálfræðisaldurinn nægði honum til að fá um- beðnar upplýsingar, þ. e. hann var talinn eiga sjálfstæða aðild. Einn- ig var hugað að því, hvort eðlilegt væri að gefa foreldrum hans, þ. e. kjörforeldrum hans, kost á að tjá sig um beiðni piltsins. Svo var ekki talið; og því var honum tjáð að það væri rétt sem hann héldi, að kon- an KL á Akranesi væri móðir hans. Næsta atriði, sem fjalla þurfti um í ættleiðingardæminu, var, hvort einkahagsmunir væru slíkir, að meina ætti honum um aðgang að skjöl- um málsins. Áður en afstaða var tekin til þessara atriða, var pilturinn spurður, hvort hann sætti sig ekki við þau svör, sem hann væri bú- inn að fá. Hann kvaðst gera sig ánægðan með þegar veitt svör og kvaðst ekki þurfa að sjá skjöl málsins. Það kom því ekki til þess að meta þyrfti, hvort einkahagsmunir væru slíkir að meina ætti hon- um aðgang að skjölum málsins. Ljóst er, að einkahagsmunir eru hér allverulegir. Einnig hefði spurning getað risið um það, hvort ekki hefði verið rétt að veita honum aðgangsrétt að hluta skjalanna en ekki öllum, þar sem þau vörðuðu ef til vill ýmsa aðra aðila, sem voru óviðkomandi erindi hans. Bollaleggingar mínar verða ekki fleiri um þetta efni, þar sem veru- lega hefur teygst úr erindinu, en ég bendi á, að samkvæmt frumvarp- inu er forstöðumönnum stofnana ætlað að taka ákvörðun um það, hvoi't veita eigi upplýsingar. Ef aðili sættir sig ekki við ákvörðun þeirra, getur hann skotið henni beint til viðkomandi ráðherra. Ráð- herra er skylt að leita álits sérstakrar nefndar samkvæmt lögunum. Álit þeirrar nefndar er leiðbeinandi en ekki bindandi fyrir ráðherra. 1 reynd má ætla, að tillögum nefndarinnar verði undantekningarlítið fylgt. Mér finnst það góð lausn að stofna til slíkrar nefndar, því að þar með er fenginn einn aðili, sem getur mótað og samræmt fram- kvæmdina og túlkað lögin og fyllt þau. Ég vil að lokum taka skýrt fram, að ég tel þennan kafla frumvarps- ins um aðgang málsaðila að upplýsingum hjá stjórnvöldum mikinn ávinning fyrir stjórnsýsluframkvæmdina, ef að lögum verður, og stórt skref í þeirri viðleitni að skapa meiri festu í málsmeðferðinni í hinni opinberu stjórnsýslu á fslandi. Sökum þröngra tímamarka vinnst mér ekki tóm til að gera ýmsum atriðum skil eins og ég hefði kosið, og læt þessu spjalli hér með lokið. 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.