Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 31
Verður því að telja ótvírætt, að andmælarétturinn feli í sér rétt aðila til að kynna sér gögn máls, nema í undantekningartilvikum. I þriðja lagi felur andmælarétturinn í sér, að aðili á að eiga þess kost að tala máli sínu. Telja verður, að aðila sé heimilt að tjá sig um staðreyndir máls svo og um lögfræðileg álitaefni þess. Honum sé þannig heimilt að færa fram gögn/upplýsingar um staðreyndir máls- ins sem og lögfræðileg rök máli sínu til stuðnings. Færi það þá eftir aðstæðum, hvort aðili flytti mál sitt munnléga eða skriflega. Gera verður ráð fyrir, að aðili fái hæfilegan frest til að kynna sér gögn stjórnvalds, afla sjálfur gagna og flytja mál sitt. Skipt getur máli, á hvaða stigi undirbúnings máls aðila er tilkynnt um það og hvenær hann talar máli sínu. Ef t. d. nýjar upplýsingar berast stjórn- valdi, eftir að aðili hefur tjáð sig, verður að telja að gefa beri hon- um kost á að tjá sig um þær, ef þær teljast veigamiklar í málinu. Aðilahugtakið verður líklega að túlka nokkuð rúmt, þannig að það taki ekki aðeins til þess eða þeirra, sem stjórnarathöfn er beinlínis beint að, heldur og allra þeirra einkaaðila (einstaklinga, félaga o. s. frv.), sem hafa verulegra sérstakra hagsmuna að gæta í viðkomandi máli. Þó verður að vera unnt að afmarka aðilahugtakið nokkuð skýrt. Ekki getur t. d. ótilgreindur hópur manna verið aðili, nema þeir hafi með sér samtök. Stjórnvald er að sjálfsögðu að engu leyti bundið af því, er aðili kann að færa fram. Andmælareglan kveður og á um rétt aðila til handa, en ekki skyldu, nema lög kveði sérstaklega svo á um. Ef aðili neytir ekki þessa réttar síns, á hann í engu að missa réttar síns að öðru leyti. Ef andmælaréttur aðila er virtur í hvívetna, mun vinnuálag á stjórn- völdum aukast til muna í flestum tilvikum. Hér sem endranær í stjórn- sýslunni kunna því skilvirknissjónarmið og réttaröryggissjónarmið að stangast á. Skilvirknissjónarmið, eðli máls og aðrar ástæður kunna því að leiða til þess, að ekki verður við komið að gæta andmæla- réttarins. Erlendur réttur. Mér þykir rétt að víkja lítillega að erlendum rétti. 1 rétti nágrannaríkja okkar hefur andmælareglan verið lögð til grundvallar í stjórnsýslunni í ríkum mæli. 1 Noregi og Svíþjóð hafa, eins og nefnt hefur verið af öðrum, verið sett almenn stjórnsýslulög, — árið 1967 í Noregi og á árinu 1971 í Svíþjóð. I þeim köflum þeirra, er fjalla um undirbúning mála, er andmælareglan lögfest sem almenn regla. Eru ákvæðin samskonar í báðum ríkjunum og all ítarleg. Sam- kvæmt þeim ber að tilkynna aðila um, að mál, er hann varðar sé í gangi, og veita honum frest til að tjá sig. Jafnframt skal honum tilkynnt, 153
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.