Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 36
er þar sagði. Má og benda á, að af þeim lagaákvæðum, er kveða á um andmælarétt aðila, taka flest til þess, er um er að ræða skerðingu á slíkum hagsmunum. Af þeim 7 dómum er nefndir voru hér að fram- an, fjalla og 6 um stjórnvaldsákvarðanir, er fela í sér einhvers konar skerðingu á mikilvægum fjárhagslégum hagsmunum. Af framansögðu má væntanlega draga þá ályktun, að sú meginregla gildi í íslenskum rétti, jafnvel án beinar lagaheimildar, að gefa eigi aðilum kost á að tjá sig, áður en mikilvægir fjárhagslegir hagsmunir þeirra eru skert- ir verulega með stjórnvaldsákvörðun. Ef stjórnvald er úrskurðaraðili um ágreining, framkvæmir það störf, sem setja má á bekk með úrskurðum og dómum dómstóla. Er eðlilegt, að aðilar njóti sönui réttaraðstöðu, þegar úrskurðað er um réttindi þeirra eða skyldur, hvort sem úrskurðaraðilinn er stjórnvalú eða dóm- stóll. Hafa verður þó í huga hér skilvirknissjónarmið. Af lagaákvæð- um um andmælarétt og dómum virðist og mega telja líkur fyrir því, að gefa eigi aðilum kost á að tjá sig í slíkum tilvikum, þó að það sé ekki beinlínis boðið í lögum. b) Ógildingarástæða? En hverju varðar, ef aðila er ekki gefinn kostur á að tala máli sínu, þar sem stjórnvaldi ber lögum samkvæmt að veita honum kost á því? Hvaða áhrif hefur það á gildi stjórnvaldsákvörðunarinnar ? Enginn íslenskur fræðimaður hefur beinlínis leyst úr þessu atriði, en Ólafur Jóhannesson segir á bls. 211 í Stjórnarfarsrétti sínum, að telja verði það aðalreglu eftir íslenskum rétti, að vanræksla um leitun álits eða umsagnar, þar sem slíkt er lögboðið, geti haft í för með sér ógildingu stjórnarathafnar. Hann segir reglu þessa þó ekki algilda, orðalag laga- ákvæða geti m. a. gefið vísbendingu um það atriði. Reglur um umsagnar- og álitsumleitan eru nokkuð skyldar regl- unni um rétt aðila til að tjá sig, þó að sú síðartalda varði réttarör- yggi borgaranna jafnvel enn frekar, og sé reyndar sjálfsögð réttlætis- regla, sem ekki verður gengið fram hjá. Því er eðlilegt að telja sömu reglu gilda um þetta atriði í báðum tilvikum. Þegar stjórnvaldi er þannig skylt samkvæmt ótvíræðu lagaákvæði að gefa aðila kost á að tjá sig, má ætla, að vanræksla á því geti haft í för með sér ógildingu stjórnarákvörðunar (sbr. og ef til vill Hrd. VII-145). Oft gera þó lagaákvæði fyrirvara, svo sem „ef þess er kostur“, 11. gr. 1. 38/1954 og „ef unnt er“, 6. gr. 1. 19/1953 o. s. frv. Þessir fyrir- varar þýða þó líklega ekki, að stjórnarákvörðun verði aldrei ógilt, ef aðila hefur ekki verið gefinn kostur á að tjá sig, eins og lögboðið var, 158

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.